Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til. Í fornu máli var eitt óákveðinna fornafna vetki (einnig ritað vætki, vekki) og beygðist svona:
Nf. vetki
Þf. vetki
Þgf. vettugi
Ef. vettugis, vettergis

Fornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merkingin var því ‘alls ekki neitt’. Neitunarforskeytið ne féll snemma brott og fluttist þá neitunin yfir á áhersluliðinn -gi.

Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til.

Snemma var hætt að nota þetta fornafn og eftir lifir aðeins vettugi í sambandinu að virða einhvern/eitthvað að vettugi ‘virða einhvern/eitthvað einskis’ og sjaldgæfara virða eitthvað vettugis í sömu merkingu. Þeir sem lesið hafa hið forna kvæði Völuspá minnast þess líklega að æsir áttu góða daga framan af og (8. vísa):

Telfdu í túni,
teitir voru,
var þeim vettergis
vant úr gulli.
Þeir voru glaðir og þá vantaði ekkert.

Rétt er að nefna orðasambandið vélakaup skal að vettugi hafa. Vél merkir hér ‘svik, prettir’ og orðasambandið í heild að hafi brögð verið í tafli þegar kaup voru gerð skuli hafa samkomulagið að engu. Það er lítið notað nú en þekktist í málinu fram á sextándu öld (samanber Ritmálssafn Orðabókar Háskólans).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.11.2016

Spyrjandi

Rútur Ingi Karlsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2016, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72374.

Guðrún Kvaran. (2016, 11. nóvember). Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72374

Guðrún Kvaran. „Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2016. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vettugur og hvernig er hægt að virða eitthvað að vettugi?
Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til. Í fornu máli var eitt óákveðinna fornafna vetki (einnig ritað vætki, vekki) og beygðist svona:

Nf. vetki
Þf. vetki
Þgf. vettugi
Ef. vettugis, vettergis

Fornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merkingin var því ‘alls ekki neitt’. Neitunarforskeytið ne féll snemma brott og fluttist þá neitunin yfir á áhersluliðinn -gi.

Orðið *vettugur sem slíkt er ekki til.

Snemma var hætt að nota þetta fornafn og eftir lifir aðeins vettugi í sambandinu að virða einhvern/eitthvað að vettugi ‘virða einhvern/eitthvað einskis’ og sjaldgæfara virða eitthvað vettugis í sömu merkingu. Þeir sem lesið hafa hið forna kvæði Völuspá minnast þess líklega að æsir áttu góða daga framan af og (8. vísa):

Telfdu í túni,
teitir voru,
var þeim vettergis
vant úr gulli.
Þeir voru glaðir og þá vantaði ekkert.

Rétt er að nefna orðasambandið vélakaup skal að vettugi hafa. Vél merkir hér ‘svik, prettir’ og orðasambandið í heild að hafi brögð verið í tafli þegar kaup voru gerð skuli hafa samkomulagið að engu. Það er lítið notað nú en þekktist í málinu fram á sextándu öld (samanber Ritmálssafn Orðabókar Háskólans).

Mynd:

...