Nf. vetkiFornafnið var samsett úr *ne-vétt-gi þar sem véttur er sama orð og vættur ‘vera, huliðsvera’ og -gi var áhersluliður. Merkingin var því ‘alls ekki neitt’. Neitunarforskeytið ne féll snemma brott og fluttist þá neitunin yfir á áhersluliðinn -gi. Snemma var hætt að nota þetta fornafn og eftir lifir aðeins vettugi í sambandinu að virða einhvern/eitthvað að vettugi ‘virða einhvern/eitthvað einskis’ og sjaldgæfara virða eitthvað vettugis í sömu merkingu. Þeir sem lesið hafa hið forna kvæði Völuspá minnast þess líklega að æsir áttu góða daga framan af og (8. vísa):
Þf. vetki
Þgf. vettugi
Ef. vettugis, vettergis
Telfdu í túni,Þeir voru glaðir og þá vantaði ekkert. Rétt er að nefna orðasambandið vélakaup skal að vettugi hafa. Vél merkir hér ‘svik, prettir’ og orðasambandið í heild að hafi brögð verið í tafli þegar kaup voru gerð skuli hafa samkomulagið að engu. Það er lítið notað nú en þekktist í málinu fram á sextándu öld (samanber Ritmálssafn Orðabókar Háskólans). Mynd:
teitir voru,
var þeim vettergis
vant úr gulli.
- Free stock photo of parking, parking lot, underground garage. (Sótt 8.11.2016).