Þar kemur meðal annars fram að hafmeyjar eru tilbúnar persónur en ekki raunverulegar. Þær þurfa þess vegna ekki á kynæxlun að halda til að viðhalda "hafmeyjastofninum". Hafmeyjar, sem eru í kvenmannslíki að ofan en í fisklíki að neðan og synda um í sjónum, eru eingöngu til í heimi bókmenntanna eða ímyndunarinnar en ekki í raunveruleikanum. Hugtakið stofn er notað um lífverur en ekki um bókmenntapersónur, nema þá á yfirfærðan hátt. Það er ekkert að því að skrifa sögu um tilbúnar lífverur sem lifa á tilteknu svæði og æxlast innbyrðist, svona rétt eins og aðrir stofnar í náttúrunni. En þá erum við að blanda saman tveimur hugtakaheimum, annars vegar hinum ímyndaða og hins vegar hinum raunverulega. Svarið við spurningunni er þess vegna þetta: Eftir því sem við best vitum þurfa hafmeyjar ekki að búa til aðrar hafmeyjar, hvorki með kynæxlun eða á annan hátt. Þær þurfa þess ekki vegna þess að þær eru tilbúnar persónur. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.