Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig gengur tíminn?

JGÞ

Þegar við notum orðalag eins og 'tíminn gengur' - til dæmis þegar við bendum keppendum í spurningakeppni á að þeir hafi ekki endalausan tíma til að hugsa sig um - þá erum við að beita myndmáli.

Hugsunin er sú að tíminn sé eins konar vera sem hafi fætur og gangi áfram. Ef menn eru seinir á sér gengur hann okkur úr greipum. Ef það gerist í spurningakeppni þá eigum við til dæmis ekki möguleika á að svara spurningunni og fá stig. Tíminn leið og við misstum af lestinni! Um myndmál er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað er metafóra?

Tíminn gengur ekki bara, stundum flýgur hann.

En hvernig gengur þá tíminn? Stundum finnst okkur hann ganga eða líða hratt og stundum hægt. Þegar við erum að gera eitthvað leiðinlegt þá virðist okkur tíminn ganga frekar hægt en ef við erum að fást við eitthvað skemmtilegt þá finnst okkur sem tíminn líði allt of fljótt. Flestir kannast líklega við þetta. Þrátt fyrir þetta segir skynsemin okkur líklega að tíminn gangi ekkert hægar stundum eða þá hraðar, heldur gangi hann frekar jafnhratt. Eða hvað?

Einn aðalvandinn við tímann er að það er svo erfitt að skilgreina hvað tími er. Eyja Margrét Brynjarsdóttir bendir til dæmis á það í svari við spurningunni Hvað er tími? að erfitt er að skilgreina tímann án þess að vísa til hans sjálfs í skilgreiningunni:
Ef við segjum til dæmis að tíminn sé það sem leiðir okkur gegnum breytingar lendum við í vanda því illa gengur að skilgreina breytingar án vísunar til tíma eða hugtaka sem byggjast á honum (áður, seinna, fyrir, eftir, og svo framvegis).
Og Eyja bætir síðan við:
Líklega er spurningum um eðli tímans betur svarað með ýmsum lýsingum á honum en með beinum skilgreiningum (eða tilraunum til slíkra skilgreininga).
Er tíminn bara upplifanir okkar eða er hann eitthvað fyrir utan þær? Ef við teljum að tíminn sé eins og við upplifum hann þá getum við svarað spurningunni þannig að tíminn gangi hægt, hratt, löturhægt og svo framvegis, allt eftir því hvað okkur finnst.

En ef við teljum að tíminn sé til óháð því hvernig við upplifum hann þá er erfiðara að svara spurningunni. Við bendum áhugasömum á að lesa svar Eyju við spurningunni Hvað er tími? til að glöggva sig betur á tímanum.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Sandra Sif, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig gengur tíminn?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7210.

JGÞ. (2008, 10. mars). Hvernig gengur tíminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7210

JGÞ. „Hvernig gengur tíminn?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig gengur tíminn?
Þegar við notum orðalag eins og 'tíminn gengur' - til dæmis þegar við bendum keppendum í spurningakeppni á að þeir hafi ekki endalausan tíma til að hugsa sig um - þá erum við að beita myndmáli.

Hugsunin er sú að tíminn sé eins konar vera sem hafi fætur og gangi áfram. Ef menn eru seinir á sér gengur hann okkur úr greipum. Ef það gerist í spurningakeppni þá eigum við til dæmis ekki möguleika á að svara spurningunni og fá stig. Tíminn leið og við misstum af lestinni! Um myndmál er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað er metafóra?

Tíminn gengur ekki bara, stundum flýgur hann.

En hvernig gengur þá tíminn? Stundum finnst okkur hann ganga eða líða hratt og stundum hægt. Þegar við erum að gera eitthvað leiðinlegt þá virðist okkur tíminn ganga frekar hægt en ef við erum að fást við eitthvað skemmtilegt þá finnst okkur sem tíminn líði allt of fljótt. Flestir kannast líklega við þetta. Þrátt fyrir þetta segir skynsemin okkur líklega að tíminn gangi ekkert hægar stundum eða þá hraðar, heldur gangi hann frekar jafnhratt. Eða hvað?

Einn aðalvandinn við tímann er að það er svo erfitt að skilgreina hvað tími er. Eyja Margrét Brynjarsdóttir bendir til dæmis á það í svari við spurningunni Hvað er tími? að erfitt er að skilgreina tímann án þess að vísa til hans sjálfs í skilgreiningunni:
Ef við segjum til dæmis að tíminn sé það sem leiðir okkur gegnum breytingar lendum við í vanda því illa gengur að skilgreina breytingar án vísunar til tíma eða hugtaka sem byggjast á honum (áður, seinna, fyrir, eftir, og svo framvegis).
Og Eyja bætir síðan við:
Líklega er spurningum um eðli tímans betur svarað með ýmsum lýsingum á honum en með beinum skilgreiningum (eða tilraunum til slíkra skilgreininga).
Er tíminn bara upplifanir okkar eða er hann eitthvað fyrir utan þær? Ef við teljum að tíminn sé eins og við upplifum hann þá getum við svarað spurningunni þannig að tíminn gangi hægt, hratt, löturhægt og svo framvegis, allt eftir því hvað okkur finnst.

En ef við teljum að tíminn sé til óháð því hvernig við upplifum hann þá er erfiðara að svara spurningunni. Við bendum áhugasömum á að lesa svar Eyju við spurningunni Hvað er tími? til að glöggva sig betur á tímanum.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....