Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur minkur verið lengi í kafi?

JMH

Minkur (Mustela vison) hefur aðlagast vel að lífi nálægt vötnum og við sjó. Erlendis heldur hann nær alfarið til við vötn vegna samkeppni við aðrar dýrategundir, svo sem rauðref og stóra ránfugla, sem ráða ríkjum á þurrlendi.

Hér á landi heldur hann einnig til við stöðuvötn, straumvötn og nálægt sjó en leitar líka inn til landsins þar sem líkur á að lenda í kjafti eða klóm annars afræningja eru nánast hverfandi.



Minkur á ísrönd.

Á Vísindavefnum hefur talsvert verið skrifað um minkinn og líffræði hans. Rannsóknir hafa sýnt að minkurinn kafar yfirleitt í 5 til 20 sekúndur. Um mögulegan hámarksköfunartíma hefur höfundur þessa svars engar heimildir en væntanlega getur hann kafað mun lengur ef hann þarf þess.

Heimildir og mynd:
  • Poole, T B., and N. Dunstone. 1976. Underwater predatory behavior of the American Mink. Journal Of Zoology 178(3): 395-412.
  • Íslensk spendýr (í ritstjórn Páls Hersteinssonar). Vaka-Helgarfell. Reykjavík. 2004.
  • Mustela visón.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2008

Spyrjandi

Óðinn Hansson, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Hvað getur minkur verið lengi í kafi?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7206.

JMH. (2008, 10. mars). Hvað getur minkur verið lengi í kafi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7206

JMH. „Hvað getur minkur verið lengi í kafi?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur minkur verið lengi í kafi?
Minkur (Mustela vison) hefur aðlagast vel að lífi nálægt vötnum og við sjó. Erlendis heldur hann nær alfarið til við vötn vegna samkeppni við aðrar dýrategundir, svo sem rauðref og stóra ránfugla, sem ráða ríkjum á þurrlendi.

Hér á landi heldur hann einnig til við stöðuvötn, straumvötn og nálægt sjó en leitar líka inn til landsins þar sem líkur á að lenda í kjafti eða klóm annars afræningja eru nánast hverfandi.



Minkur á ísrönd.

Á Vísindavefnum hefur talsvert verið skrifað um minkinn og líffræði hans. Rannsóknir hafa sýnt að minkurinn kafar yfirleitt í 5 til 20 sekúndur. Um mögulegan hámarksköfunartíma hefur höfundur þessa svars engar heimildir en væntanlega getur hann kafað mun lengur ef hann þarf þess.

Heimildir og mynd:
  • Poole, T B., and N. Dunstone. 1976. Underwater predatory behavior of the American Mink. Journal Of Zoology 178(3): 395-412.
  • Íslensk spendýr (í ritstjórn Páls Hersteinssonar). Vaka-Helgarfell. Reykjavík. 2004.
  • Mustela visón.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....