Endingar miðmyndar hafa tekið æði miklum breytingum. Um 1200 endar 1. pers. et. á –umk (ek kƒllumk), þar sem mk er orðið til úr þf. mik, en aðrar beygingarmyndir enda á –sk (< sik) eða –zk; síðarnefnda endingin var ekki háð því að tannhljóð færi á undan, og hún vann smám saman á. Þegar upp úr 1200 fær 1. pers. –sk (eða –zk) einnig (ek kƒllumsk) og fljótlega fer stofnmyndin sjálf að breytast (ek kallask). Um 1300 er hætt að nota miðmyndarendinguna –sk (-zk) sem –z hefur smám saman leyst af hólmi eftir því sem leið á 13. öld. –z er ríkjandi miðmyndarending í handritum framan af 14. öld og lifir fram á 15. öld, en á 14. öld komu upp endingarnar –zt og –zst, og á 15. öld varð –zt smám saman einráð ending að kalla.Heimild:
- Stefán Karlsson 2000. Tungan. Í: Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998. Bls. 19–75. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.
- Bækur.is - Íslendinga sögur. (Sótt 24.10.2016).