Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hverju þróuðust hvalir?

JGÞ

Vísindamenn telja líklegast að allir hvalir nútímans séu komnir af skepnu sem kallast mesonychid. Það var dýr sem leitaði í vatn fyrir um 55 milljónum ára.

Ástæðan fyrir því að mesonychid leitaði "aftur til hafsins" er líklega sú að samkeppni um fæðu var of mikil á landi.




Líkleg heimkynni mesonychid fyrir þessum 55 milljónum árum var við haf norður af Afríku, á svipuðum slóðum og Miðjarðarhaf er í dag. Hafið sem mesonychid synti í náði þó mun lengra til austurs eða alla leið til Indlands.

Reyndar eru einnig aðrar hugmyndir uppi um uppruna hvala. Samkvæmt þeim gætu hvalir verið komir af sömu forfeðrum og flóðhelstar og önnur klaufdýr.

Fræðimönnum þykir þó fyrri kenningin líklegri.

Hægt er að lesa meira um forfeður hvala í ýtarlegu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Árni og Ásgeir, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Úr hverju þróuðust hvalir?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7191.

JGÞ. (2008, 7. mars). Úr hverju þróuðust hvalir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7191

JGÞ. „Úr hverju þróuðust hvalir?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hverju þróuðust hvalir?
Vísindamenn telja líklegast að allir hvalir nútímans séu komnir af skepnu sem kallast mesonychid. Það var dýr sem leitaði í vatn fyrir um 55 milljónum ára.

Ástæðan fyrir því að mesonychid leitaði "aftur til hafsins" er líklega sú að samkeppni um fæðu var of mikil á landi.




Líkleg heimkynni mesonychid fyrir þessum 55 milljónum árum var við haf norður af Afríku, á svipuðum slóðum og Miðjarðarhaf er í dag. Hafið sem mesonychid synti í náði þó mun lengra til austurs eða alla leið til Indlands.

Reyndar eru einnig aðrar hugmyndir uppi um uppruna hvala. Samkvæmt þeim gætu hvalir verið komir af sömu forfeðrum og flóðhelstar og önnur klaufdýr.

Fræðimönnum þykir þó fyrri kenningin líklegri.

Hægt er að lesa meira um forfeður hvala í ýtarlegu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvers vegna héldu forfeður hvala til sjávar?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....