Af hverju segir maður að eitthvað sé gráupplagt? Hvaðan er það komið?Forliðurinn grá- er í orðum eins og gráupplagt notaður til áherslu í merkingunni ‘stór, mjög’. Nefna má fleiri dæmi eins og grálúsugur, það er allur í lús, gráungað egg, það er mjög ungað egg, grábölvaður, það er hábölvaður, grákolaður, það er bölvður (fari hann grákolaður). Líklegast er að grá- hafi flust frá orðum þar sem grár er litarheiti, til dæmis gráleitur, grámygla, grámosi, gráskeggur, og fengið um leið áhersluhlutverk. Nefna má að –upplagt í dæminu sem fylgdi spurningunni er tökuorð úr dönsku, oplagt. Mynd:
- Thick white beard in the Artic Circle. Could this be the real Santa? | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Let Ideas Compete. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 29.06.2016).