Langar að vita merkingu nafnsins Másvatn, er það af því að þar er oft vindur eða kennt við einhvern Má?Líklega er nafnið kennt við mannsnafnið Már; þó nefna Árni Magnússon og Páll Vídalín Mársvatn í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu einnig Mósvatn í Jarðabókinni (XI:188). Þórhallur Vilmundarson taldi að upphaflega nafnið væri Mósvatn og þá kennt við móinn við vatnið. Mynd:
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 16. 8. 2016).