Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er latneska heiti hestsins?

JGÞ

Latneska heitið á hesti er Equus caballus. Hestar eru hófdýr af ættinni Equidea en fræðimenn telja að tegundir af þeirri ætt hafi fyrst komið fram fyrir um 50 milljón árum.

Frumhesturinn var ólíkur þeim hestum sem við þekkjum í dag. Hann var mjög smávaxinn, aðeins um 30-60 cm á hæð. Hægt er að lesa meira um hesta í svari Jóns Más Halldórssonar í svari við spurningunni Hvað er hestur?

Það var sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné (1707-1778) sem fann upp nafnakerfið sem notað er til flokkunar á öllum lífverum. Kerfið er svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature). Fyrra heitið stendur fyrir ættkvíslina en það síðara táknar tegundarheitið. Equus er þess vegna heiti á ættkvísl og caballus heiti á tegundinni.

Kerfið einfaldaði mikið nafngiftir á lífverum. Til dæmis var fræðilegt heiti hunangsflugunnar fyrir daga tvínafnakerfisins Apis pubecens, thorace subgriseo, abdomine fusco, pedibus posticis glabris utrinque margine ciliatis. En í tvínafnakerfinu heitir hún einfaldlega Apis mellifera er er töluvert styttra! Um þetta má lesa meira í svari Margrétar Bjarkar Sigurðardóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Katrín Ása Karlsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvert er latneska heiti hestsins?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7144.

JGÞ. (2008, 4. mars). Hvert er latneska heiti hestsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7144

JGÞ. „Hvert er latneska heiti hestsins?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7144>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er latneska heiti hestsins?
Latneska heitið á hesti er Equus caballus. Hestar eru hófdýr af ættinni Equidea en fræðimenn telja að tegundir af þeirri ætt hafi fyrst komið fram fyrir um 50 milljón árum.

Frumhesturinn var ólíkur þeim hestum sem við þekkjum í dag. Hann var mjög smávaxinn, aðeins um 30-60 cm á hæð. Hægt er að lesa meira um hesta í svari Jóns Más Halldórssonar í svari við spurningunni Hvað er hestur?

Það var sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné (1707-1778) sem fann upp nafnakerfið sem notað er til flokkunar á öllum lífverum. Kerfið er svokallað tvínafnakerfi (e. binomial nomenclature). Fyrra heitið stendur fyrir ættkvíslina en það síðara táknar tegundarheitið. Equus er þess vegna heiti á ættkvísl og caballus heiti á tegundinni.

Kerfið einfaldaði mikið nafngiftir á lífverum. Til dæmis var fræðilegt heiti hunangsflugunnar fyrir daga tvínafnakerfisins Apis pubecens, thorace subgriseo, abdomine fusco, pedibus posticis glabris utrinque margine ciliatis. En í tvínafnakerfinu heitir hún einfaldlega Apis mellifera er er töluvert styttra! Um þetta má lesa meira í svari Margrétar Bjarkar Sigurðardóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um Carl von Linné?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....