Hvaðan kemur orðið gluggi? Orðið er frábrugðið mörgum öðrum germönskum tungumálum sem nota orð skyld vindauga úr gömlu norsku eða fenestram úr latínu.Orðið gluggur og veika myndin gluggi koma báðar þegar fyrir í fornritum. Í færeysku er til orðið gluggi 'ljósop, glergluggi', einnig gluggur, í nýnorsku glugg, glugge 'vindauga', í dönsku glug og í sænsku glugg 'ljósop í vegg'. Í fornu máli var orðið vindauga (einnig vindgluggur), notað um op á vegg eða þaki sem ljós og loft (vindur) barst inn um. Í 2. kafla Ljósvetninga sögu stendur til dæmis „Svo var háttað húsinu, að tvö voru vindaugu á hlöðunni“ (stafsetningu breytt). Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur en bæði orðin lifðu þó hlið við hlið. Nú er vindauga í íslensku helst notað um loftræstingargat og vatnsauga á vegg. Í dönsku er nú notað vindue og í norsku bókmáli vindu um það sem á íslensku er nefnt gluggi. Orðið windoge, windowe var í miðensku tekið að láni úr norrænum málum, nú window. Mynd:
- Free photo: Window, Old Window, Old House - Free Image on Pixabay - 1204014. Höfundur myndar: AnnRos. (Sótt 9. 3. 2016).