Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur orðið gluggi? Orðið er frábrugðið mörgum öðrum germönskum tungumálum sem nota orð skyld vindauga úr gömlu norsku eða fenestram úr latínu.

Orðið gluggur og veika myndin gluggi koma báðar þegar fyrir í fornritum. Í færeysku er til orðið gluggi 'ljósop, glergluggi', einnig gluggur, í nýnorsku glugg, glugge 'vindauga', í dönsku glug og í sænsku glugg 'ljósop í vegg'.

Orðið vindauga er til í íslensku og orðin gluggi, gluggur og glugg eru til í Norðurlandamálunum. Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur.

Í fornu máli var orðið vindauga (einnig vindgluggur), notað um op á vegg eða þaki sem ljós og loft (vindur) barst inn um. Í 2. kafla Ljósvetninga sögu stendur til dæmis „Svo var háttað húsinu, að tvö voru vindaugu á hlöðunni“ (stafsetningu breytt).

Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur en bæði orðin lifðu þó hlið við hlið. Nú er vindauga í íslensku helst notað um loftræstingargat og vatnsauga á vegg. Í dönsku er nú notað vindue og í norsku bókmáli vindu um það sem á íslensku er nefnt gluggi. Orðið windoge, windowe var í miðensku tekið að láni úr norrænum málum, nú window.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.4.2016

Spyrjandi

Tryggvi Helmutsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window?“ Vísindavefurinn, 22. apríl 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71376.

Guðrún Kvaran. (2016, 22. apríl). Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71376

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window?“ Vísindavefurinn. 22. apr. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71376>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið gluggi? Af hverju notum við ekki vindauga samanber window?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur orðið gluggi? Orðið er frábrugðið mörgum öðrum germönskum tungumálum sem nota orð skyld vindauga úr gömlu norsku eða fenestram úr latínu.

Orðið gluggur og veika myndin gluggi koma báðar þegar fyrir í fornritum. Í færeysku er til orðið gluggi 'ljósop, glergluggi', einnig gluggur, í nýnorsku glugg, glugge 'vindauga', í dönsku glug og í sænsku glugg 'ljósop í vegg'.

Orðið vindauga er til í íslensku og orðin gluggi, gluggur og glugg eru til í Norðurlandamálunum. Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur.

Í fornu máli var orðið vindauga (einnig vindgluggur), notað um op á vegg eða þaki sem ljós og loft (vindur) barst inn um. Í 2. kafla Ljósvetninga sögu stendur til dæmis „Svo var háttað húsinu, að tvö voru vindaugu á hlöðunni“ (stafsetningu breytt).

Vindauga virðist hafa verið minna ljósop en gluggur en bæði orðin lifðu þó hlið við hlið. Nú er vindauga í íslensku helst notað um loftræstingargat og vatnsauga á vegg. Í dönsku er nú notað vindue og í norsku bókmáli vindu um það sem á íslensku er nefnt gluggi. Orðið windoge, windowe var í miðensku tekið að láni úr norrænum málum, nú window.

Mynd:

...