Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Á vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringafræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Vísindavefur HÍ leggur ýmsar gátur og þrautir fyrir heimamenn í vísindaveislum. Vopnfirðingar voru úrræðagóðir og fjölmargir leystu þrautirnar með glæsibrag. Rétt er að hrósa sérstaklega þremur gestum.
Fyrst ber að nefna lyftaramanninn Kristján Guðjónsson hjá HB Granda á Vopnafirði. Hann var sá fyrsti sem leysti þrjár þrautir. Hann raðaði teningi saman örugglega, leysti jafnvægisþraut léttilega og var einkar snöggur að leysa átta drottninga vandamálið, en það var fyrst sett fram árið 1848. Kristján lét þess getið að þótt hann hafi ekki teflt að ráði í 20 ár komi það stundum fyrir að vinnufélagar mani hann að taflborðinu. Að eigin sögn mátar hann þá alltaf, „enda er skákin engin vísindi, það þarf bara að sjá fyrir næstu leiki andstæðingsins."
Einungis einn gestur til viðbótar náði að leysa þrjár þrautir en það var íslenskukennarinn Unnur Ósk Unnsteinsdóttir. Reyndar er óhætt að segja að með sinni frammistöðu hafi Unnur skákað Kristjáni. Hún var nefnilega eini gesturinn á Vísindaveislunni sem leysti svonefnda gátu Einsteins! Kristján tók þá gátu með sér heim og sagðist ætla að hafa samband við Vísindaveinn þegar lausnin er fundin. Unnur leysti einnig skákrautina léttilega og hið sama má segja um teniginn. Vísindavefurinn óskar Unni Ósk innilega til hamingju.
Að lokum er rétt hrósa Valgerði Sigurðardóttur sérstaklega. Hún var aldursforseti þeirra sem spreyttu sig á þrautunum. Þrátt fyrir að vera komin af léttasta skeiði gerði hún sér lítið fyrir og raðaði teningnum saman af mikilli fimi.
Hér fylgir nafnalisti þeirra sem leystu þrautir vísindaveislunnar.
Hver á fiskinn?
Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Skákþraut
Kristján Guðjónsson
Gunnar Björn Tryggvason
Höskuldur Haraldsson
Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Þorgrímur Kjartansson
Teningur
Sólrún Dögg Baldursdóttir
Bjarney Guðrún Jónsdóttir
Kristján Guðjónsson
Sölvi Kristinn Jónsson
Teitur Helgason, Stefán Grímur Rafnsson og Hinrik Ingólfsson í sameiningu
María Björt Guðnadóttir
Svava Birna Stefánsdóttir
Guðrún Anna Guðnadóttir
Signý Björk Kristjánsdóttir, Emilía Brá Höskuldsdóttir og Inga S. Eggertsdóttir í sameiningu