Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindamenn geta búið til norðurljós

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindamenn geta búið til norðurljós á himninum með leysigeislum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum? greinir eðlisfræðingurinn Þorsteinn J. Halldórsson frá þessu.

Með því að skjóta stöðugum geisla leysis upp í 100 km hæð er hægt að örva þunnt lag af natríngasi. Þetta lag er alltaf til staðar og endurnýjast sífellt við uppgufun örlítilla loftsteina sem rekast á lofthjúpinn með miklum hraða.

Útreikningar Þorsteins sýna að stöðugt rafmagnsafl sem þyrfti til að framleiða „manngerð norðurljós“ á himninum er 100 GW. Öll rafaflsframleiðsla á Íslandi er hins vegar 2,5 GW.

Stöðugt rafmagnsafl sem þyrfti til að framleiða „manngerð norðurljós“ á himninum er 100 GW. Til samanburðar skal nefnt að öll rafaflsframleiðsla á Íslandi er 2,5 GW.

Í svarinu segir Þorsteinn ennfremur að til þess að leysa vanda vonsvikinna ferðamanna sem gagngert koma til Íslands vegna norðurljósa, en hitta svo á nætur án þeirra, væri raunhæfara að búa til „manngerðan stjörnuhimin“ í stjörnuveri.

Ritstjórn Vísindavefsins og Þorsteinn J. Halldórsson (gsm. 8579624) veita frekari upplýsingar um þessa frétt.

Þorsteinn J. Halldórsson er eðlisfræðingur og starfaði meðal annars við rannsóknir og þróun á leysum hjá EADS og Daimler í Þýskalandi.

Myndir:

Útgáfudagur

29.1.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindamenn geta búið til norðurljós.“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70954.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2015, 29. janúar). Vísindamenn geta búið til norðurljós. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70954

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindamenn geta búið til norðurljós.“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70954>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Vísindamenn geta búið til norðurljós
Vísindamenn geta búið til norðurljós á himninum með leysigeislum. Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum? greinir eðlisfræðingurinn Þorsteinn J. Halldórsson frá þessu.

Með því að skjóta stöðugum geisla leysis upp í 100 km hæð er hægt að örva þunnt lag af natríngasi. Þetta lag er alltaf til staðar og endurnýjast sífellt við uppgufun örlítilla loftsteina sem rekast á lofthjúpinn með miklum hraða.

Útreikningar Þorsteins sýna að stöðugt rafmagnsafl sem þyrfti til að framleiða „manngerð norðurljós“ á himninum er 100 GW. Öll rafaflsframleiðsla á Íslandi er hins vegar 2,5 GW.

Stöðugt rafmagnsafl sem þyrfti til að framleiða „manngerð norðurljós“ á himninum er 100 GW. Til samanburðar skal nefnt að öll rafaflsframleiðsla á Íslandi er 2,5 GW.

Í svarinu segir Þorsteinn ennfremur að til þess að leysa vanda vonsvikinna ferðamanna sem gagngert koma til Íslands vegna norðurljósa, en hitta svo á nætur án þeirra, væri raunhæfara að búa til „manngerðan stjörnuhimin“ í stjörnuveri.

Ritstjórn Vísindavefsins og Þorsteinn J. Halldórsson (gsm. 8579624) veita frekari upplýsingar um þessa frétt.

Þorsteinn J. Halldórsson er eðlisfræðingur og starfaði meðal annars við rannsóknir og þróun á leysum hjá EADS og Daimler í Þýskalandi.

Myndir:

...