Vefurinn er einn elsti vefmiðill landsins og nýtur gríðarlegra vinsælda hjá jafnt ungum sem öldnum, en dómnefnd sá ástæðu til að verðlauna vefinn fyrir virðingarverð markmið, einstakt efni og vel heppnaða endurhönnun og framsetningu sem enn frekar styrkir stöðu hans sem einskonar 'institution' sem fáir geta skákað. Vefurinn er hlaðinn spennandi og áhugaverðu efni um allt á milli himins og jarðar, hann er í senn áreiðanlegur, notendavænn og mikilvægur fyrir stóran hluta þjóðarinnar við lausn á fjölbreyttustu verkefnum og spurningum.Við á Vísindavefnum erum afar stolt af þessum verðlaunum. Heiðurinn af þeim eiga höfundar vefsins skilið og allir þeir fjölmörgu spyrjendur sem eru óþreytandi að senda Vísindavefnum spurningar um allt á milli himins og jarðar. Það er áhugi þeirra sem heldur samtali vísindamanna og almennings gangandi á Vísindavefnum. Vísindavefurinn þakkar einnig fyrir einstaklega gott samstarf við vefhönnunarfyritækið Kosmos & Kaos sem hannaði nýlega nýtt útlit fyrir Vísindavefinn. Starfsfólk Kosmos & Kaos deilir verðlaunum með Vísindavefnum og á það svo sannarlega skilið.
Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins
Útgáfudagur
3.2.2014
Spyrjandi
Ritstjórn
Tilvísun
Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins.“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70953.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2014, 3. febrúar). Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70953
Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefurinn valinn besti vefmiðill landsins.“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70953>.