Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaLausn: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?
Ritstjórn Vísindavefsins
Lausn: Hvernig er hægt að taka eina töflu af lyfi A og eina töflu af lyfi B?
Lausn: Sjúklingurinn nær í aðra töflu af lyfi A. Þá er hann með 2 töflur af lyfi A og 2 töflur af lyfi B. Þá brýtur hann allar töflurnar í tvennt og passar að setja annan helminginn vinstra megin við sig en hinn helminginn hægra megin við sig. Þegar hann hefur gert þetta við allar töflurnar fjórar er hann kominn með tvær hrúgur sem hvor um sig inniheldur eina töflu, það er tvo helminga, af hvoru lyfi fyrir sig. Þá getur hann tekið alla fjóra helmingana sem eru í vinstri hrúgunni í dag og hina fjóra sem eru í hægri hrúgunni á morgun!
Hér má sjá nöfn þeirra sem sendu inn rétta lausn, í stafrófsröð: