Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gjósa fjöll? Úrslit í spurningakeppni Vísindavefsins og Forlagsins

Ritstjórn Vísindavefsins

Á Vísindavöku 2011 fengu gestir að spreyta sig á léttri spurningakeppni um eldgos og eldfjöll og var öll svörin að finna í nýútkominni bók sem nefnist Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos.

Alls skiluðu tæplega 200 manns lausnum í keppninni og á mánudaginn voru vinningshafarnir dregnir út. Þeir fá í verðlaun bókina Af hverju gjósa eldfjöll? og geta sótt eintak á skrifstofu Forlagsins með því að framvísa tölvuskeyti um úrslitin.

Þessir þátttakendur svöruðu öllum spurningunum rétt og voru dregnir út. Við óskum þeim innilega til hamingju!
  • Alexander Gunnar Kristjánsson, 14 ára
  • Elvar Pierre, 10 ára
  • Gunnar Tumi, 8 ára
  • Inga Rut Victorsdóttir, 15 ára
  • Ólafur Tryggvi Egilsson, 9 ára
  • Róbert Svansson, 14 ára
  • Sigurlaug M. Hreinsdóttir, 26 ára
  • Særún Sigurjónsdóttir, 6 ára
  • Sölvi Þrastarson, 21 árs
  • Ugla Þuríður, 12 ára


Mynd úr bókinni Af hverju gjósa fjöll? Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson.

Þeir sem ekki komust á Vísindavökuna að þessu sinni eða fengu ekki eintak af spurningakeppninni geta skemmt sér við að merkja við rétt svör hér fyrir neðan:

HVAÐ ER HEITUR REITUR?

( ) Svæði þar sem ekkert kostar að hringja í eldfjallafræðinga

( ) Svæði þar sem heitt efni rís úr iðrum jarðar

( ) Svæði þar sem hitastig er að jafnaði yfir 20°C allan ársins hring

HVERNIG VÆRI UMHORFS Á ÍSLANDI EF ÞAR VÆRI EKKI HEITUR REITUR?

( ) Þá væri Ísland ekki til sem eyja

( ) Þá væri einn stór jökull yfir öllu landinu

( ) Alveg eins og í dag, nema hér væri engin eldvirkni

HVERSU MIKIÐ HRAUN KOM UPP Í OFURGOSINU Í COLORADO FYRIR UM 28 MILLJÓNUM ÁRA?

( ) Nóg til að þekja allan Vatnajökul og Mýrdalsjökul með 1 m þykkri hraunbreiðu

( ) Nóg til að þekja allt Ísland með 1 m þykkri hraunbreiðu

( ) Nóg til að þekja allt Ísland með 30 m þykkri hraunbreiðu

AF HVERJU ERU ÞRUMUR OG ELDINGAR SVONA ALGENGAR Í ELDGOSUM?

( ) Af því að vísindamenn hafa gleymt að setja eldingavara við eldfjöll

( ) Af því að rafhleðslur skiljast oft að í gosmekki frá eldfjalli

( ) Af því að eldgos koma oft eins og þrumur úr heiðskíru lofti

Útgáfudagur

28.9.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju gjósa fjöll? Úrslit í spurningakeppni Vísindavefsins og Forlagsins.“ Vísindavefurinn, 28. september 2011, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=70892.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 28. september). Af hverju gjósa fjöll? Úrslit í spurningakeppni Vísindavefsins og Forlagsins. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70892

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju gjósa fjöll? Úrslit í spurningakeppni Vísindavefsins og Forlagsins.“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2011. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju gjósa fjöll? Úrslit í spurningakeppni Vísindavefsins og Forlagsins
Á Vísindavöku 2011 fengu gestir að spreyta sig á léttri spurningakeppni um eldgos og eldfjöll og var öll svörin að finna í nýútkominni bók sem nefnist Af hverju gjósa fjöll? Spurningar og svör af Vísindavefnum um eldgos.

Alls skiluðu tæplega 200 manns lausnum í keppninni og á mánudaginn voru vinningshafarnir dregnir út. Þeir fá í verðlaun bókina Af hverju gjósa eldfjöll? og geta sótt eintak á skrifstofu Forlagsins með því að framvísa tölvuskeyti um úrslitin.

Þessir þátttakendur svöruðu öllum spurningunum rétt og voru dregnir út. Við óskum þeim innilega til hamingju!
  • Alexander Gunnar Kristjánsson, 14 ára
  • Elvar Pierre, 10 ára
  • Gunnar Tumi, 8 ára
  • Inga Rut Victorsdóttir, 15 ára
  • Ólafur Tryggvi Egilsson, 9 ára
  • Róbert Svansson, 14 ára
  • Sigurlaug M. Hreinsdóttir, 26 ára
  • Særún Sigurjónsdóttir, 6 ára
  • Sölvi Þrastarson, 21 árs
  • Ugla Þuríður, 12 ára


Mynd úr bókinni Af hverju gjósa fjöll? Myndina gerði Þórarinn Már Baldursson.

Þeir sem ekki komust á Vísindavökuna að þessu sinni eða fengu ekki eintak af spurningakeppninni geta skemmt sér við að merkja við rétt svör hér fyrir neðan:

HVAÐ ER HEITUR REITUR?

( ) Svæði þar sem ekkert kostar að hringja í eldfjallafræðinga

( ) Svæði þar sem heitt efni rís úr iðrum jarðar

( ) Svæði þar sem hitastig er að jafnaði yfir 20°C allan ársins hring

HVERNIG VÆRI UMHORFS Á ÍSLANDI EF ÞAR VÆRI EKKI HEITUR REITUR?

( ) Þá væri Ísland ekki til sem eyja

( ) Þá væri einn stór jökull yfir öllu landinu

( ) Alveg eins og í dag, nema hér væri engin eldvirkni

HVERSU MIKIÐ HRAUN KOM UPP Í OFURGOSINU Í COLORADO FYRIR UM 28 MILLJÓNUM ÁRA?

( ) Nóg til að þekja allan Vatnajökul og Mýrdalsjökul með 1 m þykkri hraunbreiðu

( ) Nóg til að þekja allt Ísland með 1 m þykkri hraunbreiðu

( ) Nóg til að þekja allt Ísland með 30 m þykkri hraunbreiðu

AF HVERJU ERU ÞRUMUR OG ELDINGAR SVONA ALGENGAR Í ELDGOSUM?

( ) Af því að vísindamenn hafa gleymt að setja eldingavara við eldfjöll

( ) Af því að rafhleðslur skiljast oft að í gosmekki frá eldfjalli

( ) Af því að eldgos koma oft eins og þrumur úr heiðskíru lofti...