Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi

Jón Einar Jónsson

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi var stofnað árið 2006. Það hefur aðsetur í húsnæði Stykkishólmsbæjar, líkt og Náttúrustofa Vesturlands. Í því húsi hefur rannsóknasetrið aðgang að rannsóknarstofum fyrir grófvinnu og fyrir sameindalíffræði. Stykkishólmsbær hefur veitt setrinu mikilvægan stuðning og afnot af íbúð til að hýsa gestafræðimenn. Fastir starfsmenn hafa yfirleitt verið tveir árið um kring, auk 2-3 sumarstarfsmanna. Sumarstarfsmenn hafa unnið sjálfstætt og tveir þeirra völdu að gera sér BS-verkefni úr sinni vinnu. Tveir doktorsnemar vinna nú við rannsóknasetrið.

Rannsóknir eru einkum um stofn- og varpvistfræði fugla. Umhverfisbreytingar, einkum í hafinu, eru þar verðugt rannsóknarefni. Breiðfirskir fuglar treysta mikið á grunnsævið, sem er hvergi meira við Ísland heldur en í Breiðafirði.

Æðarfugl hefur verið aðalviðfangsefni rannsóknasetursins.

Æðarfugl hefur verið aðalviðfangsefni rannsóknasetursins, enda eru æðarvörp hvergi fleiri en við Breiðafjörð. Þar hafa meðal annars nýst gögn sem æðarbændur hafa safnað og veitt aðgang að. Æðarungar hafa verið taldir árlega í Breiðafirði frá 2007. Veturinn 2009-2010 hófust talningar sem meta kynja- og aldurshlutföll æðarfugls á Suðvesturlandi og Snæfellsnesi, en þessar tölur eru mikilvægar vísitölur á ástand æðarstofnsins. Annað fastaverkefni er stofnvistfræði dílaskarfs, einkum árlegt mat á fjölda hreiðra og aldurshlutföllum. Skarfarannsóknir eru unnar í samstarfi við Arnþór Garðarsson. Dílaskarfi hefur fjölgað nær stöðugt frá 1993 en þá náði hann lágmarki. Umsjónarmaður æðarfugla- og dílaskarfarannsókna er Jón Einar Jónsson, forstöðumaður rannsóknasetursins.

Nú eru tvö doktorsverkefni unnin við rannsóknasetrið. Þórður Örn Kristjánsson, sem stundar nám sitt við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, rannsakar varplífeðlisfræði æðarkollna í æðarvörpunum í Hvallátrum og á Rifi. Þórður Örn hefur meðal annars borið saman afdrif kollna í hreiðrum sem æðardúnn er tekin úr og við hreiður sem eru látin óáreitt. Verkefni um stofnvistfræði kríu er unnið af Freydísi Vigfúsdóttur sem stundar nám sitt við East Anglia-háskólann í Bretlandi. Varp kríu misfórst 2006-2010 og er rannsakað hvaða þættir stjórna möguleikum kríunnar til að ala upp unga sína. Rannsóknarvinnan er kostuð af rannsóknasetrinu og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Æðarvörp eru hvergi fleiri en við Breiðafjörð.

Talsvert lundavarp en í suðureyjum Breiðafjarðar en það hefur lítið verið rannsakað þar til sumarið 2010. Þá var skoðuð stofnstærð lunda í fimm eyjum á suðursvæðinu, ásamt aldurshlutföllum í afla lundaveiðimanna. Sumarið 2011 hefjast tilraunir til að endurvekja yfirgefin lundavörp á sunnanverðum Breiðafirði en það verkefni tengist kennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Notast verður við tálfugla, smíðaða úr krossviðarplötum, sem eiga að laða að unga lunda til að hefja varp. Tálfuglarnir verða smíðaðir og málaðir af nemendum í 10. bekk grunnskólans. Nemendurnir munu einnig taka þátt í að koma tálfuglunum fyrir og fá að fylgjast með gangi mála í framtíðinni. Árni Ásgeirsson sér um lundarannsóknirnar.

Skipulegar talningar á álftum hófust í nóvember 2008 í Álftafirði, en þar er fylgst með vetursetu og fjaðrafelli álfta. Þá hefur verið fylgst með fjölda hreiðra hjá ritum á Snæfellsnesi frá 2008 í samstarfi við Náttúrustofuna og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Auk þess starfar rannsóknasetrið með Vör Sjávarannsóknasetri við Breiðafjörð við rannsóknir á lífríki leira og fjöru.

Myndir:
  • Daníel Bergmann. Birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndarans.

Höfundur

forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi

Útgáfudagur

28.3.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Jón Einar Jónsson. „Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi.“ Vísindavefurinn, 28. mars 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70852.

Jón Einar Jónsson. (2011, 28. mars). Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70852

Jón Einar Jónsson. „Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi.“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi var stofnað árið 2006. Það hefur aðsetur í húsnæði Stykkishólmsbæjar, líkt og Náttúrustofa Vesturlands. Í því húsi hefur rannsóknasetrið aðgang að rannsóknarstofum fyrir grófvinnu og fyrir sameindalíffræði. Stykkishólmsbær hefur veitt setrinu mikilvægan stuðning og afnot af íbúð til að hýsa gestafræðimenn. Fastir starfsmenn hafa yfirleitt verið tveir árið um kring, auk 2-3 sumarstarfsmanna. Sumarstarfsmenn hafa unnið sjálfstætt og tveir þeirra völdu að gera sér BS-verkefni úr sinni vinnu. Tveir doktorsnemar vinna nú við rannsóknasetrið.

Rannsóknir eru einkum um stofn- og varpvistfræði fugla. Umhverfisbreytingar, einkum í hafinu, eru þar verðugt rannsóknarefni. Breiðfirskir fuglar treysta mikið á grunnsævið, sem er hvergi meira við Ísland heldur en í Breiðafirði.

Æðarfugl hefur verið aðalviðfangsefni rannsóknasetursins.

Æðarfugl hefur verið aðalviðfangsefni rannsóknasetursins, enda eru æðarvörp hvergi fleiri en við Breiðafjörð. Þar hafa meðal annars nýst gögn sem æðarbændur hafa safnað og veitt aðgang að. Æðarungar hafa verið taldir árlega í Breiðafirði frá 2007. Veturinn 2009-2010 hófust talningar sem meta kynja- og aldurshlutföll æðarfugls á Suðvesturlandi og Snæfellsnesi, en þessar tölur eru mikilvægar vísitölur á ástand æðarstofnsins. Annað fastaverkefni er stofnvistfræði dílaskarfs, einkum árlegt mat á fjölda hreiðra og aldurshlutföllum. Skarfarannsóknir eru unnar í samstarfi við Arnþór Garðarsson. Dílaskarfi hefur fjölgað nær stöðugt frá 1993 en þá náði hann lágmarki. Umsjónarmaður æðarfugla- og dílaskarfarannsókna er Jón Einar Jónsson, forstöðumaður rannsóknasetursins.

Nú eru tvö doktorsverkefni unnin við rannsóknasetrið. Þórður Örn Kristjánsson, sem stundar nám sitt við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, rannsakar varplífeðlisfræði æðarkollna í æðarvörpunum í Hvallátrum og á Rifi. Þórður Örn hefur meðal annars borið saman afdrif kollna í hreiðrum sem æðardúnn er tekin úr og við hreiður sem eru látin óáreitt. Verkefni um stofnvistfræði kríu er unnið af Freydísi Vigfúsdóttur sem stundar nám sitt við East Anglia-háskólann í Bretlandi. Varp kríu misfórst 2006-2010 og er rannsakað hvaða þættir stjórna möguleikum kríunnar til að ala upp unga sína. Rannsóknarvinnan er kostuð af rannsóknasetrinu og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Æðarvörp eru hvergi fleiri en við Breiðafjörð.

Talsvert lundavarp en í suðureyjum Breiðafjarðar en það hefur lítið verið rannsakað þar til sumarið 2010. Þá var skoðuð stofnstærð lunda í fimm eyjum á suðursvæðinu, ásamt aldurshlutföllum í afla lundaveiðimanna. Sumarið 2011 hefjast tilraunir til að endurvekja yfirgefin lundavörp á sunnanverðum Breiðafirði en það verkefni tengist kennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Notast verður við tálfugla, smíðaða úr krossviðarplötum, sem eiga að laða að unga lunda til að hefja varp. Tálfuglarnir verða smíðaðir og málaðir af nemendum í 10. bekk grunnskólans. Nemendurnir munu einnig taka þátt í að koma tálfuglunum fyrir og fá að fylgjast með gangi mála í framtíðinni. Árni Ásgeirsson sér um lundarannsóknirnar.

Skipulegar talningar á álftum hófust í nóvember 2008 í Álftafirði, en þar er fylgst með vetursetu og fjaðrafelli álfta. Þá hefur verið fylgst með fjölda hreiðra hjá ritum á Snæfellsnesi frá 2008 í samstarfi við Náttúrustofuna og Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Auk þess starfar rannsóknasetrið með Vör Sjávarannsóknasetri við Breiðafjörð við rannsóknir á lífríki leira og fjöru.

Myndir:
  • Daníel Bergmann. Birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndarans.

...