Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra

Lára Magnúsardóttir

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra er til húsa í gamla Kaupfélagshúsinu á Skagaströnd. Síðar á þessu ári eignast það bókasafn Halldórs Bjarnasonar sagnfræðings og færist þá úr einni skrifstofu í stærra rými á efri hæð hússins þar sem Fjarkennslumiðstöð sveitarfélagsins verður einnig til húsa. Þá skapast aðstæður til fjölbreytilegrar starfsemi, til dæmis verður hægt að bjóða gestafræðimönnum starfsaðstöðu. Vonir standa til að þar verði heimilislegt bókasafn þar sem hægt er að líta við og lesa sér til um sögu og sagnfræði.

Rannsóknasetrið tók formlega til starfa í apríl 2010 og þar hefur síðan verið unnið á þremur sviðum. Í fyrsta lagi hefur setrið staðið fyrir samstarfsverkefni milli ýmissa aðila sem kunna skil á þeim margvíslegu hlutum sem snerta hljóðupptökur, skráningu þeirra, varðveislu og miðlun efnisins. Í sumar verða viðtöl og aðrar gamlar upptökur frá Húnaþingi vestra skráð í gagnagrunn og stefnt er að því að hljóðið verði aðgengilegt með leitarforriti á Netinu með haustinu. Þá geta Húnvetningar og aðrir landsmenn hlustað á gamla vini og forfeður segja frá og skemmta sér án þess að leggja land undir fót.

Skagaströnd séð til suðausturs.

Í öðru lagi hefur forstöðumaðurinn unnið að rannsóknum á sviði réttarsögu, meðal annars því hvernig gömul hugtök sem eiga uppruna sinn í kirkjulögum miðalda eru notuð í pólitískri umræðu samtímans.

Í þriðja lagi hefur verið lögð mikil áhersla á að rannsóknasetrið komi á samskiptum við fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra sem starfa á sviði menningar og sögu. Markmiðið með því er að finna leiðir til þess að Háskóli Íslands komi nærsamfélaginu að sem mestu gagni og þegar er hafið nokkuð samstarf milli setursins og ferðaþjónustutengdrar starfsemi í Húnavatnssýslum.

Auk þessa hefur setrið staðið fyrir opnum málþingum og fyrirlestrum um sagnfræði. Góð aðsókn á slíka viðburði hefur sýnt að forsendur fyrir áframhaldandi slíku starfi eru fyrir hendi.

Mynd:

Höfundur

forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra

Útgáfudagur

22.3.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Lára Magnúsardóttir. „Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra.“ Vísindavefurinn, 22. mars 2011, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70850.

Lára Magnúsardóttir. (2011, 22. mars). Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70850

Lára Magnúsardóttir. „Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra.“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2011. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70850>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Rannsóknasetur HÍ á Norðurlandi vestra
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra er til húsa í gamla Kaupfélagshúsinu á Skagaströnd. Síðar á þessu ári eignast það bókasafn Halldórs Bjarnasonar sagnfræðings og færist þá úr einni skrifstofu í stærra rými á efri hæð hússins þar sem Fjarkennslumiðstöð sveitarfélagsins verður einnig til húsa. Þá skapast aðstæður til fjölbreytilegrar starfsemi, til dæmis verður hægt að bjóða gestafræðimönnum starfsaðstöðu. Vonir standa til að þar verði heimilislegt bókasafn þar sem hægt er að líta við og lesa sér til um sögu og sagnfræði.

Rannsóknasetrið tók formlega til starfa í apríl 2010 og þar hefur síðan verið unnið á þremur sviðum. Í fyrsta lagi hefur setrið staðið fyrir samstarfsverkefni milli ýmissa aðila sem kunna skil á þeim margvíslegu hlutum sem snerta hljóðupptökur, skráningu þeirra, varðveislu og miðlun efnisins. Í sumar verða viðtöl og aðrar gamlar upptökur frá Húnaþingi vestra skráð í gagnagrunn og stefnt er að því að hljóðið verði aðgengilegt með leitarforriti á Netinu með haustinu. Þá geta Húnvetningar og aðrir landsmenn hlustað á gamla vini og forfeður segja frá og skemmta sér án þess að leggja land undir fót.

Skagaströnd séð til suðausturs.

Í öðru lagi hefur forstöðumaðurinn unnið að rannsóknum á sviði réttarsögu, meðal annars því hvernig gömul hugtök sem eiga uppruna sinn í kirkjulögum miðalda eru notuð í pólitískri umræðu samtímans.

Í þriðja lagi hefur verið lögð mikil áhersla á að rannsóknasetrið komi á samskiptum við fyrirtæki og stofnanir á Norðurlandi vestra sem starfa á sviði menningar og sögu. Markmiðið með því er að finna leiðir til þess að Háskóli Íslands komi nærsamfélaginu að sem mestu gagni og þegar er hafið nokkuð samstarf milli setursins og ferðaþjónustutengdrar starfsemi í Húnavatnssýslum.

Auk þessa hefur setrið staðið fyrir opnum málþingum og fyrirlestrum um sagnfræði. Góð aðsókn á slíka viðburði hefur sýnt að forsendur fyrir áframhaldandi slíku starfi eru fyrir hendi.

Mynd:

...