Hrópmerking, eða aðfeldi, er til dæmis notuð þegar athuga þarf á hve marga vegu er hægt að raða ákveðnum hlutum í röð. Gefum okkur að við höfum stafina a, b og c og þurfum að finna á hve marga vegu við getum myndað „orð“ úr þeim stöfum. Með prófun sjáum við fljótlega að unnt er að raða þeim á 6 vegu, það er ab, ac, ba, bc, ca, cb. Að sama skapi er 3! = 6, þannig er 3! = 3*2*1 = 6 og þá n! = n*(n-1)*...*3*2*1.
Meira má lesa um hrópmerkingu í þessu svari: Fyrir hvað stendur upphrópunarmerkið, '!', í líkindareikningi?
En lausnin er þá á þessa leið:
1!! = (1)! = 1
2!! = (2*1)! = 2! = 2
3!! = (3*2*1)! = 6! = 720
4!! = (4*3*2*1)! = 24! ≈ 6,20*1023
Eins og einn lesandi benti réttilega á er það þó þannig með ýmsar talnarunur að unnt er að finna einhverja aðra aðferð til að finna næstu tölu. Til dæmis var ein lausnin á þá leið að margfalda með 718 og draga svo 716 frá, þá fengist 516.244 sem næsta tala. Það er vissulega rétt samkvæmt gefnum forsendum. En flestar gátur eru þannig að svarið á að koma skemmtilega á óvart og vera fremur einfalt ef þannig mætti komast að orði.
Hér má sjá nöfn þeirra sem sendu inn rétta lausn við gátu vikunnar (í stafrófsröð):
• Atli Sigurgeirsson
• Atli Þór Sveinbjarnarson
• Baldur Þórðarson
• Bjarni Freyr Guðmundsson
• Davíð Karl Davíðsson
• Haraldur Helgason
• Ingi Þór Einarsson
• Ólafur Kristjánsson
• Sigurður Már Valsson
• Viðar Ingason
• Þórarinn Hauksson
• Þórhallur Ragnarsson