Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Undur himingeimsins: Ferðalag út í geiminn

Ritstjórn Vísindavefsins

Hafa menn í alvöru stigið fæti á tunglið? Hvernig fara geimfarar á klósettið? Sofa geimfarar í rúmi og hvað borða þeir í geimnum? Hversu langt út í geiminn hefur maðurinn farið? Hvaða geimskip hefur farið lengst út í geiminn og hvað fór það langt? Hvað hafa geimferðir kennt okkur um himingeiminn? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ætlunin er að svara á námskeiðinu.

Auk mannaðra geimferða verður kastljósinu líka beint að ómönnuðum geimförum. Farið verður í ökuferðir um Mars, flogið umhverfis Satúrnus með Cassini geimfarinu og ferðast framhjá halastjörnum í sólkerfinu, svo dæmi séu tekin.


Á þessu námskeiði mun Sævar Helgi Bragason segja okkur allt frá því hvernig geimfarar upplifa geimferðir, þeim geimferjum sem maðurinn hefur hannað og því sem fyrir augu ber á ferð þeirra um geiminn. Komdu með okkur í ferðalag út í geiminn.

Undur vísindanna er röð fjögurra námskeiða um vísindi fyrir fjölskyldur. Námskeiðin henta sérstaklega fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára og aðstandendur þeirra en eru opin öllum áhugasömum um vísindi. Á námskeiðunum fjalla fræðimenn Háskóla Íslands um vísindi á lifandi og skemmtilegan hátt.

Námskeiðin eru haldin af Vísindavefnum, Endurmenntun og Orkuveitunni.

Útgáfudagur

30.3.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur himingeimsins: Ferðalag út í geiminn.“ Vísindavefurinn, 30. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70822.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 30. mars). Undur himingeimsins: Ferðalag út í geiminn. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70822

Ritstjórn Vísindavefsins. „Undur himingeimsins: Ferðalag út í geiminn.“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Undur himingeimsins: Ferðalag út í geiminn
Hafa menn í alvöru stigið fæti á tunglið? Hvernig fara geimfarar á klósettið? Sofa geimfarar í rúmi og hvað borða þeir í geimnum? Hversu langt út í geiminn hefur maðurinn farið? Hvaða geimskip hefur farið lengst út í geiminn og hvað fór það langt? Hvað hafa geimferðir kennt okkur um himingeiminn? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem ætlunin er að svara á námskeiðinu.

Auk mannaðra geimferða verður kastljósinu líka beint að ómönnuðum geimförum. Farið verður í ökuferðir um Mars, flogið umhverfis Satúrnus með Cassini geimfarinu og ferðast framhjá halastjörnum í sólkerfinu, svo dæmi séu tekin.


Á þessu námskeiði mun Sævar Helgi Bragason segja okkur allt frá því hvernig geimfarar upplifa geimferðir, þeim geimferjum sem maðurinn hefur hannað og því sem fyrir augu ber á ferð þeirra um geiminn. Komdu með okkur í ferðalag út í geiminn.

Undur vísindanna er röð fjögurra námskeiða um vísindi fyrir fjölskyldur. Námskeiðin henta sérstaklega fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára og aðstandendur þeirra en eru opin öllum áhugasömum um vísindi. Á námskeiðunum fjalla fræðimenn Háskóla Íslands um vísindi á lifandi og skemmtilegan hátt.

Námskeiðin eru haldin af Vísindavefnum, Endurmenntun og Orkuveitunni....