Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hitnar í kolunum: Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð

Ritstjórn Vísindavefsins

Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.

Annar fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 6. febrúar. Þá mun Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, flytja erindið Hitnar í kolunum.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er einnig hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Á 19. öld varð vísindamönnum ljóst að geislunaráhrif sumra lofttegunda í lofthjúpi jarðar valda verulegri hlýnun við yfirborð jarðar. Rökrétt afleiðing þess var að losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis myndi valda hnattrænni hlýnun.

Á síðustu öld varð veruleg hlýnun og athuganir benda til þess að hún sé mikil og skörp í samanburði við loftslagsbreytingar fyrr á öldum. Skýrsla Milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar árið 2007 olli nokkrum straumhvörfum í umræðunni, en þar voru dregnar saman mjög afgerandi upplýsingar um loftslagsbreytingar, ástæður þeirra og líklegar afleiðingar ef ekki yrði dregið úr losun.

Síðan skýrslan kom út hafa ítarleg gögn sýnt framhald loftslagsbreytinga og samningaviðræður hafa haldið áfram um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þær viðræður leiddu þó ekki til afdráttarlausrar niðurstöðu í Kaupmannahöfn í desember, en þeim verður haldið áfram á þessu ári. Þetta gerist í moldviðri brigslyrða um svik og pretti og háværri gagnrýni á vísindin. Í fyrirlestrinum verður rætt um stöðuna í loftslagsmálum á nýju ári.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins

Útgáfudagur

27.1.2010

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hitnar í kolunum: Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð.“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70818.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2010, 27. janúar). Hitnar í kolunum: Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70818

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hitnar í kolunum: Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð.“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hitnar í kolunum: Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð
Í tilefni af tíu ára afmæli Vísindavefsins verður almenningi boðið á fjóra fyrirlestra um vísindi, fjóra laugardaga í röð.

Fyrirlestrarnir verða í sal 132 í Öskju, klukkan 13:00-14:30.

Annar fyrirlesturinn verður haldinn laugardaginn 6. febrúar. Þá mun Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, flytja erindið Hitnar í kolunum.

Erindið er hluti af fyrirlestraröðinni Vísindaeyjan: Landnám, loftslag og haf.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fyrirlesturinn á þessari Fasbókar-síðu. Þar er einnig hægt að tilkynna komu sína á erindið.

Á 19. öld varð vísindamönnum ljóst að geislunaráhrif sumra lofttegunda í lofthjúpi jarðar valda verulegri hlýnun við yfirborð jarðar. Rökrétt afleiðing þess var að losun koldíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis myndi valda hnattrænni hlýnun.

Á síðustu öld varð veruleg hlýnun og athuganir benda til þess að hún sé mikil og skörp í samanburði við loftslagsbreytingar fyrr á öldum. Skýrsla Milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar árið 2007 olli nokkrum straumhvörfum í umræðunni, en þar voru dregnar saman mjög afgerandi upplýsingar um loftslagsbreytingar, ástæður þeirra og líklegar afleiðingar ef ekki yrði dregið úr losun.

Síðan skýrslan kom út hafa ítarleg gögn sýnt framhald loftslagsbreytinga og samningaviðræður hafa haldið áfram um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Þær viðræður leiddu þó ekki til afdráttarlausrar niðurstöðu í Kaupmannahöfn í desember, en þeim verður haldið áfram á þessu ári. Þetta gerist í moldviðri brigslyrða um svik og pretti og háværri gagnrýni á vísindin. Í fyrirlestrinum verður rætt um stöðuna í loftslagsmálum á nýju ári.


Fyrirlesturinn var hluti af 10 ára afmæli Vísindavefsins og lokahátíð YOSCIWEB-verkefnisins...