Loðnan þrefaldar stærð sína á þessari fæðugöngu og byggir upp mikinn fituforða. Flestir nytjafiskar Íslendinga nærast á loðnu og hún er aðaluppistaðan í fæðu þorsksins. Fæðuganga loðnunnar í norðurhöf hefur þess vegna verið ein helsta undirstaða velmegunar íslensks samfélags á síðustu öld. Umhverfisþættir virðast hafa mikil áhrif á göngur loðnunnar og eftir því sem stofnstærð hennar sveiflast, sveiflast einnig stofnstærðir fiskanna sem lifa á loðnunni. Þetta gerir mikilvægt að byggja stærðfræðileg líkön sem geta reiknað áhrif umhverfissveiflanna á göngur og stofnstærð loðnunnar og spáð fyrir um áhrifin af umhverfisbreytingum. Björn Birnir frá Kaliforníuháskóla mun fjalla um hið dularfulla hvarf loðnunnar í fyrirlestraröðinni Undur veraldar í Öskju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132, kl 14:00, þann 27. október.
Loðnan þrefaldar stærð sína á þessari fæðugöngu og byggir upp mikinn fituforða. Flestir nytjafiskar Íslendinga nærast á loðnu og hún er aðaluppistaðan í fæðu þorsksins. Fæðuganga loðnunnar í norðurhöf hefur þess vegna verið ein helsta undirstaða velmegunar íslensks samfélags á síðustu öld. Umhverfisþættir virðast hafa mikil áhrif á göngur loðnunnar og eftir því sem stofnstærð hennar sveiflast, sveiflast einnig stofnstærðir fiskanna sem lifa á loðnunni. Þetta gerir mikilvægt að byggja stærðfræðileg líkön sem geta reiknað áhrif umhverfissveiflanna á göngur og stofnstærð loðnunnar og spáð fyrir um áhrifin af umhverfisbreytingum. Björn Birnir frá Kaliforníuháskóla mun fjalla um hið dularfulla hvarf loðnunnar í fyrirlestraröðinni Undur veraldar í Öskju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132, kl 14:00, þann 27. október.