Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Íslenski loðnustofninn sækir mikla lífræna orku langt úr norðurhöfum og flytur hana að ströndum landsins þegar haustar. Þetta gerist þannig að þegar hafísinn bráðnar á vorin verður gífurlegur vöxtur í grænþörungastofnum í íshafinu nálægt Jan Mayen. Þessi vöxtur nýtur sólarljóssins allan sólarhringinn og nærist á steinefnum sem berast inn á Íslandshaf. Svifþörungarnir sem nærast á grænþörungunum fjölga sér að sama marki og þá koma gríðarlegar torfur af loðnu syndandi frá norðurströnd Íslands að éta alla þessa fæðu og flytja síðan orkuna með sér aftur að ströndum landsins.
Loðna.
Loðnan þrefaldar stærð sína á þessari fæðugöngu og byggir upp mikinn fituforða. Flestir nytjafiskar Íslendinga nærast á loðnu og hún er aðaluppistaðan í fæðu þorsksins. Fæðuganga loðnunnar í norðurhöf hefur þess vegna verið ein helsta undirstaða velmegunar íslensks samfélags á síðustu öld. Umhverfisþættir virðast hafa mikil áhrif á göngur loðnunnar og eftir því sem stofnstærð hennar sveiflast, sveiflast einnig stofnstærðir fiskanna sem lifa á loðnunni. Þetta gerir mikilvægt að byggja stærðfræðileg líkön sem geta reiknað áhrif umhverfissveiflanna á göngur og stofnstærð loðnunnar og spáð fyrir um áhrifin af umhverfisbreytingum.
Björn Birnir frá Kaliforníuháskóla mun fjalla um hið dularfulla hvarf loðnunnar í fyrirlestraröðinni Undur veraldar í Öskju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal 132, kl 14:00, þann 27. október.
Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að finna loðnu með stærðfræði?“ Vísindavefurinn, 24. október 2007, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=70765.
Ritstjórn Vísindavefsins. (2007, 24. október). Er hægt að finna loðnu með stærðfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70765
Ritstjórn Vísindavefsins. „Er hægt að finna loðnu með stærðfræði?“ Vísindavefurinn. 24. okt. 2007. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70765>.