Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Börn og barnafjölskyldur í skugga nútímavæðingar

Dr. Baldur Kristjánsson

Hvernig eru uppvaxtarskilyrði barna í samfélagi nútímans? Í þessari grein mun ég fjalla um samanburðarrannsókn sem gerð var á öllum Norðurlöndunum á 9. áratuginum og leitaðist við að svara þessari spurningu. Að því loknu mun ég fjalla um gildi rannsóknar af þessu tagi og leitast við að svara þeirri spurningu hvernig hægt sé á fræðilega agaðan hátt að varpa ljósi á jafnyfirgripsmikið viðfangsefni og nútímaleg uppvaxtarskilyrði barna. Að lokum segi ég frá nokkrum niðurstöðum úr norrænu rannsókninni sem snúa sérstaklega að íslenska hluta úrtaksins.

Rannsóknin

Rannsóknin sem hér um ræðir nefnist „Basun-rannsóknin“, en það er skammstöfun fyrir „Barnæska og samfélagsumbreytingar á Norðurlöndum“. Heitið gefur góðar vísbendingar um markmið rannsóknarinnar, sem voru að afla vitneskju um aðbúnað og hversdagslíf ungra barna og barnafólks. Þetta yfirgripsmikla viðfangsefni var brotið upp í fjölda undirspurninga sem leitað var svara við:
  • Hvernig og með hverjum verja ung börn daglegum tíma sínum?
  • Hverjar eru vinnuaðstæður foreldranna?
  • Hver eru viðhorf foreldranna til barnauppeldis, fjölskyldulífs og til eigin aðbúnaðar?
  • Hvaða skilning og hvaða viðhorf hafa börnin sjálf til daglegs lífs síns?
Rík áhersla var lögð á að varpa ljósi á þau uppvaxtarskilyrði sem endurspegluðu samfélagsþróunina og nútímavæðinguna.

Til að ná þessum markmiðum voru valin til þátttöku samtals 122 fimm ára börn, ásamt foreldrum. Börnin, sem dreifðust nokkurn veginn jafnt eftir löndunum, bjuggu öll í stórborgarumhverfi (höfuðborgum Norðurlandanna; Árósum í Danmörku). Báðir foreldrar barnanna voru útivinnandi, jafnframt því sem þeir stunduðu (báðir) nútímaleg störf, þeir unnu til dæmis við þjónustu (þar með talda heilbrigðisþjónustu), opinbera stjórnsýslu og innan „upplýsinga- og þekkingargeirans“ við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga. Öll börnin voru í dagvistun.

Ítarlegt viðtal var haft við foreldra hvers barns, og sömuleiðis við þann af leikskólakennurum barnsins sem hafði mest af því að segja. Tilgangurinn með þessum viðtölum var fyrst og fremst að kortleggja eins ítarlega og unnt var venjulegan dag í lífi fjölskyldunnar og barnsins; frá því barnið vaknaði að morgni, þar til það sofnaði að kvöldi. Á meðan á viðtölunum stóð - en þau fóru öll fram í daglegu umhverfi barnsins - var margs konar annarrar vitneskju aflað; til dæmis um dagvistarferil barnsins frá upphafi, helstu atburði í fimm ára lífi þess, um félagslegt tengsl þess og margt fleira. Þriðja viðtalið var svo tekið við barnið sjálft, þar sem leitast var við að grafast fyrir um sjónarhorn þess sjálfs og hugmyndir þess um hversdagslíf sitt.

Gildi

Fátítt er að safnað sé jafnmiklum upplýsingum um reynsluheim og viðhorf barna og foreldra í því umhverfi sem þau lifa og gert var í Basun-rannsókninni. Það er ekki síst athyglisvert nú á tímum þegar rannsakendur halda sig gjarnan víðsfjarri viðföngum sínum, en láta þess í stað sérþjálfaða símaspyrla um að „hringja inn“ svörin við stöðluðum spurningum. Af þessum sökum má ef til vill líta á þau gögn sem aflað hefur verið sem nokkurs konar „samtímaspegil barnæskunnar“. Þá skal þó haft í huga að þrátt fyrir það hversu nútímalegar hugmyndirnar og úrtakið að baki rannsókninni eru, að gögnin eru ekki alveg ný af nálinni. Í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að ekki var verið að spyrja um skoðanir á málefnum líðandi stundar, né heldur um einföld og hversdagsleg efni, eins og hvaða gosdrykki börnin drekki helst. Verið var að grafast fyrir um viðhorf sem yfirleitt hafa allt aðra og lengri spennivídd, og um samskiptamynstur og siðvenjur hversdagslífsins sjálfs, inntakið í samskiptum barna og foreldra, systkina, og samskipti við önnur börn og fullorðna.

Annað atriði sem undirstrikar mikilvægi rannsókna af þessu tagi er að leitast er við að afla þekkingar og skilnings á aðstæðum ungra barna og barnafólks þar sem gengið er út frá forsendum þeirra sem í hlut eiga. Þetta er mikilvægt vegna þeirra öru samfélagsbreytinga sem ríða yfir, og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti í sögunni búa mörg börn yfir meiri reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar. Vafalítið væri það fagnaðarefni ef öll reynsla og nám væri frá náttúrunnar hendi af hinu góða. Svo þarf auðvitað ekki að vera, og skýrir það þann beig sem sækir að mörgum fullorðnum vegna aðbúnaðar barna í nútímanum. Þar við bætist, og gerir það mörg okkar óþarflega svartsýn, að þeir sem einu sinni hafa slitið barnsskónum, hneigjast til að upphefja þá tegund bernsku sem þeir sjálfir bjuggu við.

Flestir eru þó sammála um að samfélagsþróunin hafi haft meira gott en vont í för með sér fyrir fólk - og börn þá ekki undanskilin - jafnt í efnalegu sem félagslegu tilliti. Þar með er þó ekki sagt að allt hið nýja varðandi bernskuna sé af hinu góða, en við þurfum á upplýstan hátt að geta greint á milli þess sem með einhlítum hætti virðist neikvætt, þess sem orkar tvímælis, og þess sem er heilbrigðismerki. Annars er hætt við að menn hallist að einföldum töfralausnum í málefnum barna, sem hefðu í för með sér minna gagn en ógagn, eða látið er hjá líða að bregðast við vanda sem enginn sér eða vill sjá. Til að geta gert orðræðuna um börn, og aðgerðir þeim til hagsbóta sem markvissastar, er nauðsynlegt að grípa til þeirra fræða sem bjóðast - ég er að tala um þroskasálfræðina og aðrar uppeldis- og samfélagsgreinar - til að dýpka skilning okkar á tengslunum milli þróunar einstaklingsins (barnsins) og þróunar samfélagsheildarinnar. Hvað þetta áhrærir er mikið fræðilegt verk óunnið.

Hvernig er hægt að rannsaka nútímaleg uppvaxtarskilyrði?

Til að rannsaka nútímaleg uppvaxtarskilyrði þarf fyrst og fremst að skerpa fræðilega vitund okkar um að bernskan og þroskaskilyrði barna eru afleiðing aðstæðna í þjóðlífi, bæði samtímans og liðinna tíma. Það þarf með öðrum orðum að koma til heilstæð sýn á þroska barna sem tengir saman nútíð og fortíð.

Hvað aðstæður í samtímanum varðar má til dæmis byggja á líkani Urie Bronfenbrenners um „vistkerfi þroskans“ (ecology of human development, 1976). Með aðstoð þess má draga upp heilstæða og skipulega mynd af helstu áhrifaþáttum á þroska barna. Þar hefur Bronfenbrenner sjálfur lagt mikið af mörkum við að afmarka og rannsaka mikilvægustu atriðin varðandi nánasta hversdagsumhverfið (jafnt í félagssálfræðilegum sem efnislegum skilningi); þ.e. innan fjölskyldunnar, í skólanum, á leikskólanum og svo framvegis.

Þetta líkan hefur einnig orðið hvati að rannsóknum á mikilvægi tengsla heimilis og skóla fyrir þroska og velferð barna og hvaða atriði vega þar þyngst (til dæmis lýðræðisleg samvinna og gagnkvæm virðing). Rannsóknir á áhrifum menntunar, starfs og vinnu­að­stæðna foreldra fyrir þroska barna rúmast einnig innan þessa líkans. Einnig hefur, á grundvelli líkansins, verið sýnt fram á hvernig skólinn og leikskólinn í nútíma samfélagi eru helstu „tæki menningarinnar“ til varðveislu og til að skerpa á menningarlegri sjálfsvitund og hvers kyns áherslum sem taldar eru mikilvægar. Það kann því að hljóma sem þversögn, en í margbrotnu og breytilegu nútímaþjóð­félagi virðist það ekki síst vera í verkahring uppeldis- og menntastofnana að standa vörð um hið hefðbundna og um söguna.

Við erum komin að hinni víddinni sem vega þarf inn í fræðilegan skilning okkar á nútímalegum uppvaxtarskilyrðum, nefnilega þeirri sögulegu. En hvaða sögu erum við að tala um? Í fyrsta lagi þurfum við að þekkja til lífskjara og lífshátta næstu kynslóða á undan okkar eigin. Innan félagsfræðinnar er fyrirbærið menningarleg mishröðun vel þekkt. Það vísar til þess að efnis­lægir þættir menningar breytast hraðar en huglægir þættir á borð við siði, lífsskilning og viðhorf almennt, þar með talin viðhorf til barna. Hér á landi er sérlega mikilvægt að taka tillit til þessara sögulegu aðstæðna, því hvergi í Vestu-Evrópu hafa lífshættir færst eins seint í nútímalegt horf og hér á landi (Hoffman, 1997). Því má segja að sögulegar og lýðfræðilegar aðstæður hér á landi hafi aldrei alið af sér þá samfélagsgerð sem mótað hefur menningu, lífsskilyrði og lífssýn nokkurra kynslóða í nágrannalöndunum (Baldur Kristjánsson, 2001). Sú samfélagsgerð sem hér um ræðir er iðnaðarþjóðfélagið. Þetta kann að vera skýringin á því að í íslensku borgarsamfélagi nútímans virðast oft gerðar nytsemiskröfur til barna sem annars staðar heyra bændasamfélaginu til. Rannsóknir annars staðar að, til dæmis frá Filippseyjum, þar sem þjóðfélagsþróun hefur einnig verið mjög ör, sýna samskonar mynstur (t.d. LeVine & White, 1987).

En þegar meta á áhrif sögunnar á samtímann og nútímaleg uppvaxtarskilyrði er nauðsynlegt að taka einnig mið af þeim breytingum á hugarfari fólks -- mig langar að kalla það „nútíma­væð­ingu hugans“ -- sem orðið hafa smám saman og ná jafnvel yfir aldir. Enginn hefur lýst þessum breytingum betur en Max Weber (1971), en hér er um að ræða breytingar eins og vaxandi ver­aldar-, skynsemis- og vísindahyggju. Eitt afsprengi þessa er vöxtur „vísindanna um sál­ina“, og er þar með talin barnasálfræðin, en margar af niðurstöðum hennar -- svo sem mikilvægi fyrstu æviáranna fyrir framtíðarvelferð einstaklingsins -- þykja, að minnsta kosti í augum nútímalegra foreldra og uppeldisstétta orðið algild sannindi. Slíkum skilningi á eðli barnsins var almennt ekki fyrir að fara í harðbýlu bændasamfélagi, þar sem ætlast var til að börn væru matnytjungar frá 6-7 ára aldri (t.d. Ariès, 1962; Gaunt, 1983; Markkola, 1997). En eins og áður greinir á þessi samfélagsgerð enn sterk ítök í íslenskri menningu.

Nútímavæðing hugans spannar einnig aðra þætti, sem gjörbreytt hafa uppvaxtarskilyrðum og samskiptamynstri barna og uppalenda. Þar má nefna vaxandi einstaklingshyggju, sem hefur meðal annars haft í för með sér aukna áherslu á lögvernduð réttindi barna (og einstaklingsins almennt). Önnur, og ef til vill neikvæðari hlið þeirrar þróunar eru veikari fjölskyldubönd en áður, eins og marka má af því að fleiri börn en áður upplifa skilnað foreldra sinna og alast því ýmist upp hjá einstæðu for­eldri eða í stjúpfjölskyldu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar þær rannsóknir sem benda til þess að börn sem alast upp við óstöðugar fjölskylduaðstæður eigi alla jafna erfiðara með að fóta sig í skóla og aðlagast umhverfi sínu en börn sem alast upp við traustar aðstæður.

Nokkrar samanburðarniðurstöður úr Basun-rannsókninni

Eitt af því sem gerir íslenska Basun-úrtakið sérstakt í norrænum samanburði er sá að á Íslandi virðist vera hverfandi lítill stéttarmunur á uppeldisháttum og uppvaxtarskilyrðum almennt. Er það í nokkru samræmi við aðrar rannsóknir (t.d. Þórólfur Þórlindsson, 1987). Og almennt má segja að uppeldishættir, viðhorf foreldra og samskipti þeirra við börnin hafi líkst því sem tíðkast meðal margra verkamannafjölskyldnanna í úrtökum hinna landanna. Þar er meðal annars átt við að meðal ís­lensku Basun-foreldranna var almennt mun minna „látið með“ börnin. Frumkvæðið að samskiptum foreldra og barna var hér mun oftar tekið af börnunum sjálfum, á milli þess sem þau voru ein að leik eða með öðrum börnum.

Líklega var það af þessari ástæðu sem íslensku for­eldr­arnir áttu almennt mun erfiðara en hinir foreldrarnir með að gera grein fyrir daglegum athöfnum barna sinna. Íslensku börnin voru því oftar en tíðkaðist annars staðar annað hvort ein eða úr augsýn foreldra sinna. Þegar Basun-foreldrarnir voru beðnir um að útskýra samskipti sín við börnin, tilgreindu hérlendir foreldrar mun sjaldnar meinta tillitssemi við börnin sem ástæðu fyrir athöfnum sínum, og á morgnana (áður en haldið var í dagvistun) gáfu þeir börnum sínum yfirleitt mun minni tíma til leikja eða eigin athafna. Í heildina virtust því íslensku foreldrarnir almennt minnst „barnamiðaðir“ af norrænu foreldrunum í þessu úrtaki.

Annað atriði sem tengist hinu séríslenska stéttamunstri var mikill kynjamunur á þátt­töku í uppeldi. Samvistir íslensku barnanna við feður sína voru í mörgum tilvikum af skornum skammti, og átti það ekki síður við um millistéttarfeðurna, sem margir hverjir virtust vinna myrkranna á milli. Þannig kom það einungis fyrir í íslenska úrtakinu að börnin sæju ekki föður sinn allan daginn, og aðeins hér á landi kom fyrir að feðurnir snæddu yfirleitt (þ.e. flesta virka daga vik­unnar) ekki kvöldmat með fjölskyldunni, en að því undanskyldu er einmitt kvöldmáltíðin sú stund þar sem allir virtust vera saman, jafnt hér á landi sem annars staðar.

Það sem virtist skapa mestan mun á uppvaxtarskilyrðum íslensku Basun-barnanna var aldur fjölskyldunnar. Þessi munur var miklu minni á hinum Norðurlöndunum þar sem félagsmála- og fjölskyldustefna hefur almennt beinst markvisst að því að skapa jöfnuð milli kynslóða. Líf yngstu barnafjölskyldnanna hér á landi virtist oft einkennast af hálfgerðu basli (þó menn bæru sig almennt vel!). Börnin í þessum fjölskyldum byrjuðu miklu fyrr í dagvistun en börn eldri foreldra, og mun meira var um úrlausnir til bráðabyrgða í þeim efnum; þau höfðu flutt mun oftar og bjuggu í minna húsnæði. Það voru líka einkum þessi börn sem hjálpuðu mest til í fjölskyldum sínum, sem annars var enn eitt einkennið á íslensku börnunum í þessum norræna samanburði.

* * *

Mun ítarlegri grein er gerð fyrir framangreindum og ýmsum öðrum atriðum í doktorsritgerð minni um nútímaleg uppvaxtarskilyrði og fjölskyldulíf ungra barna á Íslandi og á Norður­löndunum. Ritgerðarvörnin fór fram í Stokkhólmi í desember 2001, en íslenskt heiti ritgerðar­innar er “Barnæskan og nútímavæðingin - Að alast upp á Norðurlöndunum á þúsaldamótum”. Vilji einhver kynna sér innihald ritverksins nánar þá er það að finna í Þjóðarbókhlöðunni og á bókasafni Kennaraháskóla Íslands undir heitinu: „Barndomen och den sociala moderniseringen -om att växa upp i Norden på tröskeln till ett nytt millennium“, útgáfuár 2001.

Ég segi þessari stuttu kynningu á doktorsverkefni mínu og Basun-rannsókninni hér með lokið. Þér, áhugasami lesandi, sem hefur enst til að lesa alla leið hingað, þakka ég athyglina. Viljir þú vita meira, eða viljirðu koma skoðunum þínum á framfæri um efnið, býð ég þig velkominn til frekara spjalls hér í Málstofunni.

Heimildir
  • Ariès, P. 1973 [1962], Centuries of Childhood, Harmondsworth, England: Penguin.
  • Baldur Kristjánsson (2001), Barndomen och den sociala moderniseringen -om att växa upp i Norden på tröskeln till ett nytt millennium, doktorsritgerð frá Háskólanum í Stokkhólmi.
  • Bronfenbrenner, U. (1979), The Ecology of Human Development. Experiments by Nature and Design Harvard University Press.
  • Gaunt, D. (1983), Familjeliv i Norden Gidlunds.
  • Hoffman, K. (1997), "Ekonomi", í H. S. Nissen (ritstj.), Nordens historia 1397-1997. 10 teman, DR Multimedie.
  • LeVine, R. A. & White, M. (1987), "Parenthood in Social Transformation" í Lancaster, Rossi, Sherrod (ritstj.), Parenting and Childhood Across the Life Span Aldine De Gruyter.
  • Markkola, P. (1997), "Kvinnornas Norden" í H. S. Nissen (ritstj.), Nordens historia 1397-1997. 10 teman DR Multimedie.
  • Thorlindsson, T. (1987), "Bernstein’s Sociolinguistics: An Empirical Test in Iceland", Social Forces, 65 (3).
  • Weber, M. (1971), The protestant ethic and the spirit of capitalism
Annað lesefni um uppeldismál á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

19.11.2006

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Dr. Baldur Kristjánsson. „Börn og barnafjölskyldur í skugga nútímavæðingar.“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2006, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70760.

Dr. Baldur Kristjánsson. (2006, 19. nóvember). Börn og barnafjölskyldur í skugga nútímavæðingar. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70760

Dr. Baldur Kristjánsson. „Börn og barnafjölskyldur í skugga nútímavæðingar.“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2006. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70760>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Börn og barnafjölskyldur í skugga nútímavæðingar
Hvernig eru uppvaxtarskilyrði barna í samfélagi nútímans? Í þessari grein mun ég fjalla um samanburðarrannsókn sem gerð var á öllum Norðurlöndunum á 9. áratuginum og leitaðist við að svara þessari spurningu. Að því loknu mun ég fjalla um gildi rannsóknar af þessu tagi og leitast við að svara þeirri spurningu hvernig hægt sé á fræðilega agaðan hátt að varpa ljósi á jafnyfirgripsmikið viðfangsefni og nútímaleg uppvaxtarskilyrði barna. Að lokum segi ég frá nokkrum niðurstöðum úr norrænu rannsókninni sem snúa sérstaklega að íslenska hluta úrtaksins.

Rannsóknin

Rannsóknin sem hér um ræðir nefnist „Basun-rannsóknin“, en það er skammstöfun fyrir „Barnæska og samfélagsumbreytingar á Norðurlöndum“. Heitið gefur góðar vísbendingar um markmið rannsóknarinnar, sem voru að afla vitneskju um aðbúnað og hversdagslíf ungra barna og barnafólks. Þetta yfirgripsmikla viðfangsefni var brotið upp í fjölda undirspurninga sem leitað var svara við:
  • Hvernig og með hverjum verja ung börn daglegum tíma sínum?
  • Hverjar eru vinnuaðstæður foreldranna?
  • Hver eru viðhorf foreldranna til barnauppeldis, fjölskyldulífs og til eigin aðbúnaðar?
  • Hvaða skilning og hvaða viðhorf hafa börnin sjálf til daglegs lífs síns?
Rík áhersla var lögð á að varpa ljósi á þau uppvaxtarskilyrði sem endurspegluðu samfélagsþróunina og nútímavæðinguna.

Til að ná þessum markmiðum voru valin til þátttöku samtals 122 fimm ára börn, ásamt foreldrum. Börnin, sem dreifðust nokkurn veginn jafnt eftir löndunum, bjuggu öll í stórborgarumhverfi (höfuðborgum Norðurlandanna; Árósum í Danmörku). Báðir foreldrar barnanna voru útivinnandi, jafnframt því sem þeir stunduðu (báðir) nútímaleg störf, þeir unnu til dæmis við þjónustu (þar með talda heilbrigðisþjónustu), opinbera stjórnsýslu og innan „upplýsinga- og þekkingargeirans“ við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga. Öll börnin voru í dagvistun.

Ítarlegt viðtal var haft við foreldra hvers barns, og sömuleiðis við þann af leikskólakennurum barnsins sem hafði mest af því að segja. Tilgangurinn með þessum viðtölum var fyrst og fremst að kortleggja eins ítarlega og unnt var venjulegan dag í lífi fjölskyldunnar og barnsins; frá því barnið vaknaði að morgni, þar til það sofnaði að kvöldi. Á meðan á viðtölunum stóð - en þau fóru öll fram í daglegu umhverfi barnsins - var margs konar annarrar vitneskju aflað; til dæmis um dagvistarferil barnsins frá upphafi, helstu atburði í fimm ára lífi þess, um félagslegt tengsl þess og margt fleira. Þriðja viðtalið var svo tekið við barnið sjálft, þar sem leitast var við að grafast fyrir um sjónarhorn þess sjálfs og hugmyndir þess um hversdagslíf sitt.

Gildi

Fátítt er að safnað sé jafnmiklum upplýsingum um reynsluheim og viðhorf barna og foreldra í því umhverfi sem þau lifa og gert var í Basun-rannsókninni. Það er ekki síst athyglisvert nú á tímum þegar rannsakendur halda sig gjarnan víðsfjarri viðföngum sínum, en láta þess í stað sérþjálfaða símaspyrla um að „hringja inn“ svörin við stöðluðum spurningum. Af þessum sökum má ef til vill líta á þau gögn sem aflað hefur verið sem nokkurs konar „samtímaspegil barnæskunnar“. Þá skal þó haft í huga að þrátt fyrir það hversu nútímalegar hugmyndirnar og úrtakið að baki rannsókninni eru, að gögnin eru ekki alveg ný af nálinni. Í þessu sambandi ber einnig að hafa í huga að ekki var verið að spyrja um skoðanir á málefnum líðandi stundar, né heldur um einföld og hversdagsleg efni, eins og hvaða gosdrykki börnin drekki helst. Verið var að grafast fyrir um viðhorf sem yfirleitt hafa allt aðra og lengri spennivídd, og um samskiptamynstur og siðvenjur hversdagslífsins sjálfs, inntakið í samskiptum barna og foreldra, systkina, og samskipti við önnur börn og fullorðna.

Annað atriði sem undirstrikar mikilvægi rannsókna af þessu tagi er að leitast er við að afla þekkingar og skilnings á aðstæðum ungra barna og barnafólks þar sem gengið er út frá forsendum þeirra sem í hlut eiga. Þetta er mikilvægt vegna þeirra öru samfélagsbreytinga sem ríða yfir, og sem gera að verkum að við, hinir fullorðnu, þekkjum okkur ekki nema að litlu leyti í reynsluheimi barna nútímans. Ein afleiðing þessa er að í fyrsta skipti í sögunni búa mörg börn yfir meiri reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum en foreldrar þeirra og kennarar. Vafalítið væri það fagnaðarefni ef öll reynsla og nám væri frá náttúrunnar hendi af hinu góða. Svo þarf auðvitað ekki að vera, og skýrir það þann beig sem sækir að mörgum fullorðnum vegna aðbúnaðar barna í nútímanum. Þar við bætist, og gerir það mörg okkar óþarflega svartsýn, að þeir sem einu sinni hafa slitið barnsskónum, hneigjast til að upphefja þá tegund bernsku sem þeir sjálfir bjuggu við.

Flestir eru þó sammála um að samfélagsþróunin hafi haft meira gott en vont í för með sér fyrir fólk - og börn þá ekki undanskilin - jafnt í efnalegu sem félagslegu tilliti. Þar með er þó ekki sagt að allt hið nýja varðandi bernskuna sé af hinu góða, en við þurfum á upplýstan hátt að geta greint á milli þess sem með einhlítum hætti virðist neikvætt, þess sem orkar tvímælis, og þess sem er heilbrigðismerki. Annars er hætt við að menn hallist að einföldum töfralausnum í málefnum barna, sem hefðu í för með sér minna gagn en ógagn, eða látið er hjá líða að bregðast við vanda sem enginn sér eða vill sjá. Til að geta gert orðræðuna um börn, og aðgerðir þeim til hagsbóta sem markvissastar, er nauðsynlegt að grípa til þeirra fræða sem bjóðast - ég er að tala um þroskasálfræðina og aðrar uppeldis- og samfélagsgreinar - til að dýpka skilning okkar á tengslunum milli þróunar einstaklingsins (barnsins) og þróunar samfélagsheildarinnar. Hvað þetta áhrærir er mikið fræðilegt verk óunnið.

Hvernig er hægt að rannsaka nútímaleg uppvaxtarskilyrði?

Til að rannsaka nútímaleg uppvaxtarskilyrði þarf fyrst og fremst að skerpa fræðilega vitund okkar um að bernskan og þroskaskilyrði barna eru afleiðing aðstæðna í þjóðlífi, bæði samtímans og liðinna tíma. Það þarf með öðrum orðum að koma til heilstæð sýn á þroska barna sem tengir saman nútíð og fortíð.

Hvað aðstæður í samtímanum varðar má til dæmis byggja á líkani Urie Bronfenbrenners um „vistkerfi þroskans“ (ecology of human development, 1976). Með aðstoð þess má draga upp heilstæða og skipulega mynd af helstu áhrifaþáttum á þroska barna. Þar hefur Bronfenbrenner sjálfur lagt mikið af mörkum við að afmarka og rannsaka mikilvægustu atriðin varðandi nánasta hversdagsumhverfið (jafnt í félagssálfræðilegum sem efnislegum skilningi); þ.e. innan fjölskyldunnar, í skólanum, á leikskólanum og svo framvegis.

Þetta líkan hefur einnig orðið hvati að rannsóknum á mikilvægi tengsla heimilis og skóla fyrir þroska og velferð barna og hvaða atriði vega þar þyngst (til dæmis lýðræðisleg samvinna og gagnkvæm virðing). Rannsóknir á áhrifum menntunar, starfs og vinnu­að­stæðna foreldra fyrir þroska barna rúmast einnig innan þessa líkans. Einnig hefur, á grundvelli líkansins, verið sýnt fram á hvernig skólinn og leikskólinn í nútíma samfélagi eru helstu „tæki menningarinnar“ til varðveislu og til að skerpa á menningarlegri sjálfsvitund og hvers kyns áherslum sem taldar eru mikilvægar. Það kann því að hljóma sem þversögn, en í margbrotnu og breytilegu nútímaþjóð­félagi virðist það ekki síst vera í verkahring uppeldis- og menntastofnana að standa vörð um hið hefðbundna og um söguna.

Við erum komin að hinni víddinni sem vega þarf inn í fræðilegan skilning okkar á nútímalegum uppvaxtarskilyrðum, nefnilega þeirri sögulegu. En hvaða sögu erum við að tala um? Í fyrsta lagi þurfum við að þekkja til lífskjara og lífshátta næstu kynslóða á undan okkar eigin. Innan félagsfræðinnar er fyrirbærið menningarleg mishröðun vel þekkt. Það vísar til þess að efnis­lægir þættir menningar breytast hraðar en huglægir þættir á borð við siði, lífsskilning og viðhorf almennt, þar með talin viðhorf til barna. Hér á landi er sérlega mikilvægt að taka tillit til þessara sögulegu aðstæðna, því hvergi í Vestu-Evrópu hafa lífshættir færst eins seint í nútímalegt horf og hér á landi (Hoffman, 1997). Því má segja að sögulegar og lýðfræðilegar aðstæður hér á landi hafi aldrei alið af sér þá samfélagsgerð sem mótað hefur menningu, lífsskilyrði og lífssýn nokkurra kynslóða í nágrannalöndunum (Baldur Kristjánsson, 2001). Sú samfélagsgerð sem hér um ræðir er iðnaðarþjóðfélagið. Þetta kann að vera skýringin á því að í íslensku borgarsamfélagi nútímans virðast oft gerðar nytsemiskröfur til barna sem annars staðar heyra bændasamfélaginu til. Rannsóknir annars staðar að, til dæmis frá Filippseyjum, þar sem þjóðfélagsþróun hefur einnig verið mjög ör, sýna samskonar mynstur (t.d. LeVine & White, 1987).

En þegar meta á áhrif sögunnar á samtímann og nútímaleg uppvaxtarskilyrði er nauðsynlegt að taka einnig mið af þeim breytingum á hugarfari fólks -- mig langar að kalla það „nútíma­væð­ingu hugans“ -- sem orðið hafa smám saman og ná jafnvel yfir aldir. Enginn hefur lýst þessum breytingum betur en Max Weber (1971), en hér er um að ræða breytingar eins og vaxandi ver­aldar-, skynsemis- og vísindahyggju. Eitt afsprengi þessa er vöxtur „vísindanna um sál­ina“, og er þar með talin barnasálfræðin, en margar af niðurstöðum hennar -- svo sem mikilvægi fyrstu æviáranna fyrir framtíðarvelferð einstaklingsins -- þykja, að minnsta kosti í augum nútímalegra foreldra og uppeldisstétta orðið algild sannindi. Slíkum skilningi á eðli barnsins var almennt ekki fyrir að fara í harðbýlu bændasamfélagi, þar sem ætlast var til að börn væru matnytjungar frá 6-7 ára aldri (t.d. Ariès, 1962; Gaunt, 1983; Markkola, 1997). En eins og áður greinir á þessi samfélagsgerð enn sterk ítök í íslenskri menningu.

Nútímavæðing hugans spannar einnig aðra þætti, sem gjörbreytt hafa uppvaxtarskilyrðum og samskiptamynstri barna og uppalenda. Þar má nefna vaxandi einstaklingshyggju, sem hefur meðal annars haft í för með sér aukna áherslu á lögvernduð réttindi barna (og einstaklingsins almennt). Önnur, og ef til vill neikvæðari hlið þeirrar þróunar eru veikari fjölskyldubönd en áður, eins og marka má af því að fleiri börn en áður upplifa skilnað foreldra sinna og alast því ýmist upp hjá einstæðu for­eldri eða í stjúpfjölskyldu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar þær rannsóknir sem benda til þess að börn sem alast upp við óstöðugar fjölskylduaðstæður eigi alla jafna erfiðara með að fóta sig í skóla og aðlagast umhverfi sínu en börn sem alast upp við traustar aðstæður.

Nokkrar samanburðarniðurstöður úr Basun-rannsókninni

Eitt af því sem gerir íslenska Basun-úrtakið sérstakt í norrænum samanburði er sá að á Íslandi virðist vera hverfandi lítill stéttarmunur á uppeldisháttum og uppvaxtarskilyrðum almennt. Er það í nokkru samræmi við aðrar rannsóknir (t.d. Þórólfur Þórlindsson, 1987). Og almennt má segja að uppeldishættir, viðhorf foreldra og samskipti þeirra við börnin hafi líkst því sem tíðkast meðal margra verkamannafjölskyldnanna í úrtökum hinna landanna. Þar er meðal annars átt við að meðal ís­lensku Basun-foreldranna var almennt mun minna „látið með“ börnin. Frumkvæðið að samskiptum foreldra og barna var hér mun oftar tekið af börnunum sjálfum, á milli þess sem þau voru ein að leik eða með öðrum börnum.

Líklega var það af þessari ástæðu sem íslensku for­eldr­arnir áttu almennt mun erfiðara en hinir foreldrarnir með að gera grein fyrir daglegum athöfnum barna sinna. Íslensku börnin voru því oftar en tíðkaðist annars staðar annað hvort ein eða úr augsýn foreldra sinna. Þegar Basun-foreldrarnir voru beðnir um að útskýra samskipti sín við börnin, tilgreindu hérlendir foreldrar mun sjaldnar meinta tillitssemi við börnin sem ástæðu fyrir athöfnum sínum, og á morgnana (áður en haldið var í dagvistun) gáfu þeir börnum sínum yfirleitt mun minni tíma til leikja eða eigin athafna. Í heildina virtust því íslensku foreldrarnir almennt minnst „barnamiðaðir“ af norrænu foreldrunum í þessu úrtaki.

Annað atriði sem tengist hinu séríslenska stéttamunstri var mikill kynjamunur á þátt­töku í uppeldi. Samvistir íslensku barnanna við feður sína voru í mörgum tilvikum af skornum skammti, og átti það ekki síður við um millistéttarfeðurna, sem margir hverjir virtust vinna myrkranna á milli. Þannig kom það einungis fyrir í íslenska úrtakinu að börnin sæju ekki föður sinn allan daginn, og aðeins hér á landi kom fyrir að feðurnir snæddu yfirleitt (þ.e. flesta virka daga vik­unnar) ekki kvöldmat með fjölskyldunni, en að því undanskyldu er einmitt kvöldmáltíðin sú stund þar sem allir virtust vera saman, jafnt hér á landi sem annars staðar.

Það sem virtist skapa mestan mun á uppvaxtarskilyrðum íslensku Basun-barnanna var aldur fjölskyldunnar. Þessi munur var miklu minni á hinum Norðurlöndunum þar sem félagsmála- og fjölskyldustefna hefur almennt beinst markvisst að því að skapa jöfnuð milli kynslóða. Líf yngstu barnafjölskyldnanna hér á landi virtist oft einkennast af hálfgerðu basli (þó menn bæru sig almennt vel!). Börnin í þessum fjölskyldum byrjuðu miklu fyrr í dagvistun en börn eldri foreldra, og mun meira var um úrlausnir til bráðabyrgða í þeim efnum; þau höfðu flutt mun oftar og bjuggu í minna húsnæði. Það voru líka einkum þessi börn sem hjálpuðu mest til í fjölskyldum sínum, sem annars var enn eitt einkennið á íslensku börnunum í þessum norræna samanburði.

* * *

Mun ítarlegri grein er gerð fyrir framangreindum og ýmsum öðrum atriðum í doktorsritgerð minni um nútímaleg uppvaxtarskilyrði og fjölskyldulíf ungra barna á Íslandi og á Norður­löndunum. Ritgerðarvörnin fór fram í Stokkhólmi í desember 2001, en íslenskt heiti ritgerðar­innar er “Barnæskan og nútímavæðingin - Að alast upp á Norðurlöndunum á þúsaldamótum”. Vilji einhver kynna sér innihald ritverksins nánar þá er það að finna í Þjóðarbókhlöðunni og á bókasafni Kennaraháskóla Íslands undir heitinu: „Barndomen och den sociala moderniseringen -om att växa upp i Norden på tröskeln till ett nytt millennium“, útgáfuár 2001.

Ég segi þessari stuttu kynningu á doktorsverkefni mínu og Basun-rannsókninni hér með lokið. Þér, áhugasami lesandi, sem hefur enst til að lesa alla leið hingað, þakka ég athyglina. Viljir þú vita meira, eða viljirðu koma skoðunum þínum á framfæri um efnið, býð ég þig velkominn til frekara spjalls hér í Málstofunni.

Heimildir
  • Ariès, P. 1973 [1962], Centuries of Childhood, Harmondsworth, England: Penguin.
  • Baldur Kristjánsson (2001), Barndomen och den sociala moderniseringen -om att växa upp i Norden på tröskeln till ett nytt millennium, doktorsritgerð frá Háskólanum í Stokkhólmi.
  • Bronfenbrenner, U. (1979), The Ecology of Human Development. Experiments by Nature and Design Harvard University Press.
  • Gaunt, D. (1983), Familjeliv i Norden Gidlunds.
  • Hoffman, K. (1997), "Ekonomi", í H. S. Nissen (ritstj.), Nordens historia 1397-1997. 10 teman, DR Multimedie.
  • LeVine, R. A. & White, M. (1987), "Parenthood in Social Transformation" í Lancaster, Rossi, Sherrod (ritstj.), Parenting and Childhood Across the Life Span Aldine De Gruyter.
  • Markkola, P. (1997), "Kvinnornas Norden" í H. S. Nissen (ritstj.), Nordens historia 1397-1997. 10 teman DR Multimedie.
  • Thorlindsson, T. (1987), "Bernstein’s Sociolinguistics: An Empirical Test in Iceland", Social Forces, 65 (3).
  • Weber, M. (1971), The protestant ethic and the spirit of capitalism
Annað lesefni um uppeldismál á Vísindavefnum:...