Orðasambandið þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1600. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr riti sem gefið var út árið 1600 á Hólum og er þýðing á verki eftir Lúther. Lýsingarhátturinn brotinn er af sögninni að brjóta og líkingin er sennilega sótt til grjóthöggs. Halldór Halldórsson bendir á í Íslenzkum orðtökum (1954:120) að í fornritum sé minnst á grjóthögg og var það kallað að brjóta upp berg. Hann taldi ólíklegt að leita uppruna orðtaksins í biblíumáli en benti þó á spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu (51.1). Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er þetta vers svona (stafsetningu breytt): ,,Lítið á það hellubjargið sem þér eruð af höggnir“. Í nýju biblíuþýðingunni sem kom út 2007 er versið svona: ,,Lítið á klettinn sem þér voruð höggnir af.“ Í Íslenzku orðtakasafni (1968:61) hallast Halldór að þeirri skoðun að orðasambandið eigi rætur að rekja til biblíulegra hugmynda og að líkingin sé sótt til grjóthöggs og er sú skýring sennileg. Mynd:
Orðasambandið þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1600. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr riti sem gefið var út árið 1600 á Hólum og er þýðing á verki eftir Lúther. Lýsingarhátturinn brotinn er af sögninni að brjóta og líkingin er sennilega sótt til grjóthöggs. Halldór Halldórsson bendir á í Íslenzkum orðtökum (1954:120) að í fornritum sé minnst á grjóthögg og var það kallað að brjóta upp berg. Hann taldi ólíklegt að leita uppruna orðtaksins í biblíumáli en benti þó á spádómsbók Jesaja í Gamla testamentinu (51.1). Í Guðbrandsbiblíu frá 1584 er þetta vers svona (stafsetningu breytt): ,,Lítið á það hellubjargið sem þér eruð af höggnir“. Í nýju biblíuþýðingunni sem kom út 2007 er versið svona: ,,Lítið á klettinn sem þér voruð höggnir af.“ Í Íslenzku orðtakasafni (1968:61) hallast Halldór að þeirri skoðun að orðasambandið eigi rætur að rekja til biblíulegra hugmynda og að líkingin sé sótt til grjóthöggs og er sú skýring sennileg. Mynd: