þýðing úr dönsku, jødekager, og í matreiðslubók maddömu Mangor frá 1836 eru tvær útgáfur af kökunum, svo að þær hafa þá verið alkunnar í Danmörku. Kökur af þessu tagi munu eiga rætur að rekja til gyðinga, sem bökuðu þær og seldu, og er nafnið af því komið.Eins og fram kemur í svari Árna Björnssonar við spurningunni Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin? hófu íslenskar húsmæður kökubakstur í stórum stíl fyrir jól á fyrri hluta 20. aldar. Fyrir því voru ýmsar ástæður, ný efni til kökugerðar tóku að berast í verslanir á seinustu áratugum 19. aldar, eldavélar með bakaraofni urðu algengari á þessum tíma og nokkrar matreiðslubækur með kökuuppskriftum voru þá gefnar út. Þótt bakstur yrði ekki almennur á íslenskum heimilum fyrr en á 20. öldinni þekktust gyðingakökur þó fyrr og eru þær með fyrstu smákökum sem bakaðar voru hérlendis. Í Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem, sem fyrst kom út árið 1888 og er fyrsta íslenska matreiðslubókin sem náði mikilli útbreiðslu, er að finna tvær uppskriftir af gyðingakökum. Í annarri uppskriftinni eru möndlurnar hnoðaðar í deigið en í hinni er þeim sáldrað ofan á ásamt sykri eins og þekkt er í dag.
- Nanna Rögnvaldardóttir (1998). Matarást. Reykjavík, Iðunn.
- Árni Björnsson. „Hvenær byrjaði sú hefð á Íslandi að baka smákökur fyrir jólin?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2014.
- Kvennafræðarinn – Til hnífs og skeiðar. Norræni skjaladagurinn 2016.
- Elín Briem. (1891). Kvennafræðarinn, 2. útg. Reykjavík.
- Serinakökur (Gyðingakökur) – Uppskrift | Hun.is.