Upp á stólStóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskonar borð eða skenkur, sem stóð úti á gólfi. Síðari tíma könnustólar standa yfirleitt uppi við vegg en gegna sama hlutverki: Þar í og á standa könnur og önnur borðáhöld. Fornsalar á Norðurlöndum selja núna gamla könnustóla fyrir metfé. Könnustóls er meðal annars getið í úttekt á klaustrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal frá 1570, skömmu eftir að því var lokað. Eru þar talin upp í Stórustofu margir innanstokksmunir; fjögur borð og tvö forsæti – og könnustóll. Á könnustól voru að sjálfsögðu ölkönnur þegar gleðskapur var og drykkja. Bræðurnir á Möðruvöllum brenndu í ölæði ofan af sér klaustrið með öllu árið árið 1316. Fór þar fyrsti könnustóllinn þeirra? Eftir brunann hafa þeir þó getað staðið „uppá hól og kannað“ brunarústina. Mynd:
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
(og ekki: Uppá hól
stend ég og kanna!)
- Projekt Bryggen | En kannestol. (Sótt 15.12.2014).
Þetta svar er fengið af Facebook síðunni Klaustur á Íslandi - Monasticism in Iceland og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur lítillega verið lagaður að Vísindavefnum.