Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Enska orðið "nerd" kemur fyrst fyrir í sögunni If I ran the Zoo eftir dr. Seuss árið 1950. Síðan þá hefur það öðlast neikvæða merkingu og er farið að merkja manneskju sem kann sig ekki og er félagslega vanhæf (þótt merking þess hafi síðan mildast aftur, eins og hægt er að lesa um í svörum Heiðu Maríu Sigurðardóttur Hvað þýðir orðið nörd? og Hauks Más Helgasonar Hvernig má skilgreina nörd?) Rómverjar áttu ekkert hugtak sem samsvarar beint nútímahugtakinu nörd. Þess vegna er hugtakið nörd illþýðanlegt á latínu.
Saga dr. Seuss
If I ran the Zoo birtist fyrst í tímaritinu Redbook Magazine. Hér er síða úr tímaritinu.
Eigi að síður áttu Rómverjar orð yfir óframbærilega, smekklausa og kjánalega menn, til dæmis orðið ineptus (í kvk. inepta, í hk, ineptum). Í sumum tilfellum væri hægt að nota það um manneskju sem í dag myndi kallast "nörd" en samt sem áður ber að hafa í huga að orðið ineptus þýðir ekki beinlínis "nörd". Hugsanlega mætti einnig nota orðið infacetus en það er haft um mann sem er leiðinlegur og húmorslaus, eða insulsus sem er haft um smekklausan, kjánalegan eða jafnvel fáránlegan mann. En hugtakið nörd hefur ýmis blæbrigði sem þessi orð fanga alls ekki. Í jákvæðari merkingu getur hugtakið nörd til að mynda átt við um þann sem er mjög vel að sér á ákveðnu sviði, til dæmis "tölvunörd". Um slíkan mann væri ef til vill best að segja að hann væri studiosus sem merkir ákafur, áhugasamur um eitthvað eða jafnvel lærdómshneigður en þess ber að geta að orðið studiosus hefur einungis jákvæða merkingu í latínu.
Mynd:
Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?“ Vísindavefurinn, 29. október 2007, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6872.
Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 29. október). Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6872
Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2007. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6872>.