Eigi að síður áttu Rómverjar orð yfir óframbærilega, smekklausa og kjánalega menn, til dæmis orðið ineptus (í kvk. inepta, í hk, ineptum). Í sumum tilfellum væri hægt að nota það um manneskju sem í dag myndi kallast "nörd" en samt sem áður ber að hafa í huga að orðið ineptus þýðir ekki beinlínis "nörd". Hugsanlega mætti einnig nota orðið infacetus en það er haft um mann sem er leiðinlegur og húmorslaus, eða insulsus sem er haft um smekklausan, kjánalegan eða jafnvel fáránlegan mann. En hugtakið nörd hefur ýmis blæbrigði sem þessi orð fanga alls ekki. Í jákvæðari merkingu getur hugtakið nörd til að mynda átt við um þann sem er mjög vel að sér á ákveðnu sviði, til dæmis "tölvunörd". Um slíkan mann væri ef til vill best að segja að hann væri studiosus sem merkir ákafur, áhugasamur um eitthvað eða jafnvel lærdómshneigður en þess ber að geta að orðið studiosus hefur einungis jákvæða merkingu í latínu. Mynd:
Eigi að síður áttu Rómverjar orð yfir óframbærilega, smekklausa og kjánalega menn, til dæmis orðið ineptus (í kvk. inepta, í hk, ineptum). Í sumum tilfellum væri hægt að nota það um manneskju sem í dag myndi kallast "nörd" en samt sem áður ber að hafa í huga að orðið ineptus þýðir ekki beinlínis "nörd". Hugsanlega mætti einnig nota orðið infacetus en það er haft um mann sem er leiðinlegur og húmorslaus, eða insulsus sem er haft um smekklausan, kjánalegan eða jafnvel fáránlegan mann. En hugtakið nörd hefur ýmis blæbrigði sem þessi orð fanga alls ekki. Í jákvæðari merkingu getur hugtakið nörd til að mynda átt við um þann sem er mjög vel að sér á ákveðnu sviði, til dæmis "tölvunörd". Um slíkan mann væri ef til vill best að segja að hann væri studiosus sem merkir ákafur, áhugasamur um eitthvað eða jafnvel lærdómshneigður en þess ber að geta að orðið studiosus hefur einungis jákvæða merkingu í latínu. Mynd: