Dag einn kom Ekkó auga á Narkissos sem var fríður 16 ára gamall drengur. Ekkó varð samstundis ástfangin af Narkissosi og elti hann um skóginn en gat ekki yrt á hann vegna álaga Júnóar. Þegar Narkissos, sem hafði orðið viðskila við kunningja sína, hrópaði "Er einhver hér?" þá hrópaði Ekkó á móti "Hér, hér!" Þannig bergmálaði Ekkó hvað svo sem Narkissos sagði. Að lokum steig Ekkó fram og vildi faðma Narkissos að sér en hann skirrtist við og flúði burt. Ekkó visnaði upp vegna sorgar og að lokum var ekkert eftir af henni nema röddin ein. Narkissosi hefndist þó fyrir því gyðjan Nemesis gerði hann ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Þegar Narkissos kom að vatni nokkru og vildi svala þorsta sínum kom hann auga á spegilmynd sína í vatninu og varð þegar í stað ástfanginn. Þar lá hann og starði á spegilmynd sína skeytingarlaus um allt annað þar til hann dó. Á sumum tungumálum, eins og til dæmis ensku, er orðið narcissism haft um sjálfsdýrkun og sjálfsást og í sálgreiningu hefur það verið notað um sjálfsást, það er þegar kynhvötin beinist að eigin líkama. Orðið narcissism er myndað eftir sögunni af Narkissosi og Ekkó. Mynd:
Dag einn kom Ekkó auga á Narkissos sem var fríður 16 ára gamall drengur. Ekkó varð samstundis ástfangin af Narkissosi og elti hann um skóginn en gat ekki yrt á hann vegna álaga Júnóar. Þegar Narkissos, sem hafði orðið viðskila við kunningja sína, hrópaði "Er einhver hér?" þá hrópaði Ekkó á móti "Hér, hér!" Þannig bergmálaði Ekkó hvað svo sem Narkissos sagði. Að lokum steig Ekkó fram og vildi faðma Narkissos að sér en hann skirrtist við og flúði burt. Ekkó visnaði upp vegna sorgar og að lokum var ekkert eftir af henni nema röddin ein. Narkissosi hefndist þó fyrir því gyðjan Nemesis gerði hann ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Þegar Narkissos kom að vatni nokkru og vildi svala þorsta sínum kom hann auga á spegilmynd sína í vatninu og varð þegar í stað ástfanginn. Þar lá hann og starði á spegilmynd sína skeytingarlaus um allt annað þar til hann dó. Á sumum tungumálum, eins og til dæmis ensku, er orðið narcissism haft um sjálfsdýrkun og sjálfsást og í sálgreiningu hefur það verið notað um sjálfsást, það er þegar kynhvötin beinist að eigin líkama. Orðið narcissism er myndað eftir sögunni af Narkissosi og Ekkó. Mynd: