Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var gyðjan Ekkó?

Geir Þ. Þórarinsson

Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri.

Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f.Kr., d. 17). Sagan hefst með guðinum Júpíter og konu hans Júnó. Júpíter átti vingott við ýmsar dísir konu sinni til mikillar gremju. Þegar Júnó leitaði Júpíters tafði hin málglaða Ekkó oft fyrir henni með löngu spjalli þannig að dísirnar náðu að flýja áður en Júnó bar að. Fyrir þær sakir gerði Júnó henni ókleift að segja neitt annað en það síðasta sem hún heyrði.


Olíumálverk frá árinu 1903 eftir John William Waterhouse (1849-1917). Myndin sýnir fjalladísina Ekkó horfa á Narkissos sem dáist að eigin spegilmynd.

Dag einn kom Ekkó auga á Narkissos sem var fríður 16 ára gamall drengur. Ekkó varð samstundis ástfangin af Narkissosi og elti hann um skóginn en gat ekki yrt á hann vegna álaga Júnóar. Þegar Narkissos, sem hafði orðið viðskila við kunningja sína, hrópaði "Er einhver hér?" þá hrópaði Ekkó á móti "Hér, hér!" Þannig bergmálaði Ekkó hvað svo sem Narkissos sagði. Að lokum steig Ekkó fram og vildi faðma Narkissos að sér en hann skirrtist við og flúði burt. Ekkó visnaði upp vegna sorgar og að lokum var ekkert eftir af henni nema röddin ein. Narkissosi hefndist þó fyrir því gyðjan Nemesis gerði hann ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Þegar Narkissos kom að vatni nokkru og vildi svala þorsta sínum kom hann auga á spegilmynd sína í vatninu og varð þegar í stað ástfanginn. Þar lá hann og starði á spegilmynd sína skeytingarlaus um allt annað þar til hann dó.

Á sumum tungumálum, eins og til dæmis ensku, er orðið narcissism haft um sjálfsdýrkun og sjálfsást og í sálgreiningu hefur það verið notað um sjálfsást, það er þegar kynhvötin beinist að eigin líkama. Orðið narcissism er myndað eftir sögunni af Narkissosi og Ekkó.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

17.10.2007

Spyrjandi

Lilja Rut Hlynsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var gyðjan Ekkó?“ Vísindavefurinn, 17. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6853.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 17. október). Hver var gyðjan Ekkó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6853

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var gyðjan Ekkó?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6853>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var gyðjan Ekkó?
Ekkó var fjalladís í grískum goðsögum. Samkvæmt einni sögu varð skógarguðinn Pan ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin. Pan tryllti þá fjárhirða nokkra og gengu þeir af Ekkó dauðri.

Öllu þekktari er þó sagan af Ekkó og Narkissosi einkum í útgáfu rómverska skáldsins Publiusar Ovidiusar Naso (f. 43 f.Kr., d. 17). Sagan hefst með guðinum Júpíter og konu hans Júnó. Júpíter átti vingott við ýmsar dísir konu sinni til mikillar gremju. Þegar Júnó leitaði Júpíters tafði hin málglaða Ekkó oft fyrir henni með löngu spjalli þannig að dísirnar náðu að flýja áður en Júnó bar að. Fyrir þær sakir gerði Júnó henni ókleift að segja neitt annað en það síðasta sem hún heyrði.


Olíumálverk frá árinu 1903 eftir John William Waterhouse (1849-1917). Myndin sýnir fjalladísina Ekkó horfa á Narkissos sem dáist að eigin spegilmynd.

Dag einn kom Ekkó auga á Narkissos sem var fríður 16 ára gamall drengur. Ekkó varð samstundis ástfangin af Narkissosi og elti hann um skóginn en gat ekki yrt á hann vegna álaga Júnóar. Þegar Narkissos, sem hafði orðið viðskila við kunningja sína, hrópaði "Er einhver hér?" þá hrópaði Ekkó á móti "Hér, hér!" Þannig bergmálaði Ekkó hvað svo sem Narkissos sagði. Að lokum steig Ekkó fram og vildi faðma Narkissos að sér en hann skirrtist við og flúði burt. Ekkó visnaði upp vegna sorgar og að lokum var ekkert eftir af henni nema röddin ein. Narkissosi hefndist þó fyrir því gyðjan Nemesis gerði hann ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Þegar Narkissos kom að vatni nokkru og vildi svala þorsta sínum kom hann auga á spegilmynd sína í vatninu og varð þegar í stað ástfanginn. Þar lá hann og starði á spegilmynd sína skeytingarlaus um allt annað þar til hann dó.

Á sumum tungumálum, eins og til dæmis ensku, er orðið narcissism haft um sjálfsdýrkun og sjálfsást og í sálgreiningu hefur það verið notað um sjálfsást, það er þegar kynhvötin beinist að eigin líkama. Orðið narcissism er myndað eftir sögunni af Narkissosi og Ekkó.

Mynd:...