Þetta öfluga jarðhitakerfi leysir gull og önnur efni úr berginu og fellir út aftur á kaldari stöðum. Með tímanum rofna fjallgarðarnir niður en gullið situr eftir - þannig urðu til auðugar gullnámur Andesfjalla, Klettafjalla, Alpafjalla, Harzfjalla og svo framvegis.Í sama svari segir einnig að „auðunnar“ gullnámur séu nánast uppurnar. Í framtíðinni gætu menn leitað að gulli í fornum sprungum. Við bendum spyrjanda þessarar spurningar, og þeim sem hafa áhuga á gullgreftri, að leita frekari upplýsinga í svari Sigurðar. Frá sjónarhóli hagfræðinnar er hins vegar lítil þörf fyrir meira gull. Um það er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband Meira en nóg er til af gulli á jörðinni og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er gagnslaust. Mynd:
- Gold mining - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 11.11.2014).
Hvar er mesti möguleikinn að finna gull og hvernig væri þá best að vinna það?