Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?

ÞV

Þrettándi dagur hvers mánaðar fellur hverju sinni á tiltekinn vikudag, sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag eða laugardag. Þessir dagar eru allir jafnlíklegir. Þrettándi dagur mánaðar fellur því að meðaltali á föstudag í sjöunda hvert skipti, eða í einum mánuði af hverjum sjö.

Í einni öld eru 1200 almanaksmánuðir. Ef við deilum í þá tölu með 7 fáum við 171. Það gerist sem sé að meðaltali í 171 mánuðum á öld að þrettándi dagur mánaðarins fellur á föstudag. Þetta er talsvert meira en einu sinni á ári.

Okkur er ekki kunnugt um neinar vísindalegar rannsóknir sem sýni að föstudagurinn þrettándi sé meiri óhappadagur en aðrir dagar. Fullyrðingar um slíkt byggjast oft á því að fólk tekur frekar eftir óhöppum sem verða á slíkum dögum. Einnig er hugsanlegt að sjálf hjátrúin hafi áhrif á tíðni óhappa á þessum dögum.

Um föstudaginn 13. má lesa meira í svari Sævar Helga Bragasonar við spurningunni Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.10.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

ÞV. „Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?“ Vísindavefurinn, 5. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6834.

ÞV. (2007, 5. október). Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6834

ÞV. „Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6834>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er föstudagurinn þrettándi virkilega óhappadagur, og hvað er hann oft á öld?
Þrettándi dagur hvers mánaðar fellur hverju sinni á tiltekinn vikudag, sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag eða laugardag. Þessir dagar eru allir jafnlíklegir. Þrettándi dagur mánaðar fellur því að meðaltali á föstudag í sjöunda hvert skipti, eða í einum mánuði af hverjum sjö.

Í einni öld eru 1200 almanaksmánuðir. Ef við deilum í þá tölu með 7 fáum við 171. Það gerist sem sé að meðaltali í 171 mánuðum á öld að þrettándi dagur mánaðarins fellur á föstudag. Þetta er talsvert meira en einu sinni á ári.

Okkur er ekki kunnugt um neinar vísindalegar rannsóknir sem sýni að föstudagurinn þrettándi sé meiri óhappadagur en aðrir dagar. Fullyrðingar um slíkt byggjast oft á því að fólk tekur frekar eftir óhöppum sem verða á slíkum dögum. Einnig er hugsanlegt að sjálf hjátrúin hafi áhrif á tíðni óhappa á þessum dögum.

Um föstudaginn 13. má lesa meira í svari Sævar Helga Bragasonar við spurningunni Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

...