Mér var einhvern tímann sagt að no. purkur, samanber purka og svefnpurka, gæti þýtt draugur er eitthvað til í því?Nafnorðið purka hefur fleiri en eina merkingu: 'gylta', 'nirfill', 'eitthvað smávaxið' og 'vesaldarleg og syfjuð manneskja'. Það er síðasta merkingin sem felst í orðinu svefnpurka. Elst dæmi um það í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er úr latnesk-íslenskri orðabók frá 1738 og er viðbótarskýring 'sísofandi'. Ásgeir Blöndal Magnússon bendir á samsvaranir í skyldum málum í Íslenskri orðsifjabók (1989:730): færeyska purka 'lambgimbur', danska purk sem fengið er að láni úr lágþýsku purk 'smástrákur' og þýskar mállýskur pfurch 'smávaxinn maður, krypplingur'. Ekki er þekkt merkingin 'draugur' en Purka hét álfkona ein sem lagði flogaveiki á mann sem ekki vildi þýðast hana. Mynd:
Útgáfudagur
4.12.2014
Spyrjandi
Sverrir Daðason
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Er eitthvað til í því að purka eða svefnpurka merki draugur?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68143.
Guðrún Kvaran. (2014, 4. desember). Er eitthvað til í því að purka eða svefnpurka merki draugur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68143
Guðrún Kvaran. „Er eitthvað til í því að purka eða svefnpurka merki draugur?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68143>.