Það er þó óhætt að fullyrða að sá gjaldmiðill sem mestu skiptir í viðskiptum í heiminum sé Bandaríkjadalurinn. Hann hefur haft þá stöðu allt frá síðari heimsstyrjöldinni og jafnvel lengur. Tilurð evrunnar þýðir þó að dalurinn hefur ekki sömu yfirburðastöðu á meðal gjaldmiðla heims og áður. Á meðan breska heimsveldið var og hét skipti sterlingspundið miklu máli. Það er enn mikilvæg mynt og það sama má segja um japanska jenið, þótt hvorug þessara mynta komist með tærnar þar sem dalurinn og evran eru með hælana. Ólíkt öðrum fyrrnefndum gjaldmiðlum er hið kínverska renminbi lítið notað utan útgáfulandsins en þó aðeins í nokkrum nágrannalanda þess. Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:
- Hvað eru til margir gjaldmiðlar?
- Hvað er gullfótur og hverjir eru kostir hans og gallar?
- Hvaða gjaldmiðill er verðminnstur?
- Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins og peningar yrði að öllu leyti lagður niður?
- Hvers vegna er munur á kaup- og sölugengi gjaldmiðla?
- Wikipedia.com. Sótt 26.6.2007.