Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?

Jón Már Halldórsson

Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum.

Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis).

Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkímblöðunga þar sem plöntufóstrið hefur eitt kímblað og tvíkímblöðunga en plöntur í þeim flokki bera tvö kímblöð við spírun. Alaskalúpínan er tvíkímblöðungur.

Lúpínan er flokkuð í belgjurtaættbálk (Fabales) sem er meðal tegundaríkustu ættbálka plantna. Alaskalúpínan tilheyrir ættkvíslinni Lupinus sem hefur verið kölluð úlfabaunaættkvísl á íslensku. Innan ættkvíslarinnar eru þekktar um 200 tegundir, flestar þeirra finnast í Norður- og Suður-Ameríku.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.5.2014

Spyrjandi

Birgitta Björk Bergsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?“ Vísindavefurinn, 21. maí 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66440.

Jón Már Halldórsson. (2014, 21. maí). Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66440

Jón Már Halldórsson. „Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?“ Vísindavefurinn. 21. maí. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er lúpínan dulfrævingur og hvaða fylkingu tilheyrir hún?
Fræplöntum er skipt í tvo hópa; dulfrævinga (Magnoliophyta) sem dylja fræ sín aldini og bera blóm sem innihalda æxlunarfæri þeirra og berfrævinga (Gymnosperm) þar sem fræin eru í könglum.

Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis).

Alaskalúpínan (Lupinus nootkatensis) er dulfrævingur. Dulfrævingar skiptast í einkímblöðunga þar sem plöntufóstrið hefur eitt kímblað og tvíkímblöðunga en plöntur í þeim flokki bera tvö kímblöð við spírun. Alaskalúpínan er tvíkímblöðungur.

Lúpínan er flokkuð í belgjurtaættbálk (Fabales) sem er meðal tegundaríkustu ættbálka plantna. Alaskalúpínan tilheyrir ættkvíslinni Lupinus sem hefur verið kölluð úlfabaunaættkvísl á íslensku. Innan ættkvíslarinnar eru þekktar um 200 tegundir, flestar þeirra finnast í Norður- og Suður-Ameríku.

Mynd:

...