Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?

Finnur Dellsén

Í stuttu máli má segja að vísindalegar kenningar séu staðhæfingar sem eru settar fram af vísindamönnum til að lýsa eða skýra eitthvert fyrirbæri í veröldinni. Slíkar kenningar eru síðan prófaðar, til dæmis með því að gera tilraunir eða athuganir á því sem um er að ræða. Mjög einfalt dæmi um vísindalega kenningu er:

  • Vatn samanstendur af H2O-sameindum.

Þessi kenning er staðhæfing sem lýsir því ekki bara úr hverju vatn er gert heldur gefur hún líka kost á því að skýra ýmsa eiginleika vatns. Til dæmis skýrir hún af hverju það þarf tvöfalt fleiri vetnisfrumeindir en súrefnisfrumeindir þegar vatn er búið til í efnahvarfi vetnis og súrefnis.

Samkvæmt viðtekinni vísindalegri kenningu samanstanda vatnssameindir af tveimur vetnisfrumeindum (H) og einni súrefnisfrumeind (O).

Rétt eins og með staðhæfingar almennt eru sumar vísindakenningar sannar en aðrar ekki. Nú á dögum er talið nær öruggt að sú kenning sem hér hefur verið nefnd -- að vatn samanstandi úr H2O-sameindum -- sé sönn. En til eru margar vísindakenningar sem við teljum vera ósannar. Til dæmis:

  • Allir svanir eru hvítir.

Þessi kenning er staðhæfing sem ætlað er að lýsa lit allra svana. En við vitum að hún er ekki sönn, því til eru svartir svanir á sunnanverðri Ástralíu. Það verður hins vegar ekki af staðhæfingunni tekið að hún er vísindakenning. Vandinn við kenninguna er að henni mistekst að lýsa þessu fyrirbæri svo rétt sé.

Þessi ágæti svanur sýnir okkur að kenningin að allir svanir séu hvítir er ekki sönn.

Þessi greinarmunur á sönnum og ósönnum kenningum liggur til grundvallar öllu tali um „vísindalegar staðreyndir“. Í stuttu máli má segja að vísindalegar staðreyndir sé það sem lýst er í sönnum vísindakenningum. Viðurkenndar vísindalegar staðreyndir eru þá það sem lýst er í vísindakenningum sem almennt séð eru taldar sannar. Þannig er það viðurkennd vísindaleg staðreynd að vatn samanstandi af H2O-sameindum vegna þess að vísindamenn telja nær öruggt að kenningin sé sönn. Og það er ekki viðurkennd vísindaleg staðreynd að allir svanir séu hvítir vegna þess að vísindamenn telja að samsvarandi kenning sé ósönn.

Það er afar mikilvægt að hafa í huga að tiltekin vísindakenning hættir ekki að vera kenning þegar vísindamenn eru orðnir sannfærðir um að hún sé sönn. Orðið „kenning“ er ekki notað til að gefa til kynna að viðkomandi staðhæfing sé ekki nægilega vel rökstudd til að teljast vera sönn. Helstu afrek vísindanna í gegnum tíðina eru allt vísindalegar kenningar. Dæmi um slíkar kenningar – kenningar sem við teljum nær öruggt að séu sannar – er þróunarkenning Charles Darwin, afstæðiskenning Alberts Einsteins og flekakenning Alfreds Wegeners. Vegna þess að við teljum þessar kenningar vera nær örugglega sannar má einnig segja að Darwin, Einstein og Wegener hafi uppgötvað vísindalegar staðreyndir.


Fyrirspurnin hljóðaði svona í fullri lengd:
Þrjár spurningar: 1) Hvað þarf til að eitthvað teljist vera vísindaleg staðreynd? 2) Hvað þarf rannsókn að uppfylla til að teljast vísindalega gild? 3) Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?

Hér er 1. og 3. spurningu svarað en 2. spurningunni er svarað í svörunum Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað? og Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Myndir:

Höfundur

Finnur Dellsén

dósent í heimspeki

Útgáfudagur

15.1.2016

Spyrjandi

Örn Leó Guðmundsson

Tilvísun

Finnur Dellsén. „Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65572.

Finnur Dellsén. (2016, 15. janúar). Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65572

Finnur Dellsén. „Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65572>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?
Í stuttu máli má segja að vísindalegar kenningar séu staðhæfingar sem eru settar fram af vísindamönnum til að lýsa eða skýra eitthvert fyrirbæri í veröldinni. Slíkar kenningar eru síðan prófaðar, til dæmis með því að gera tilraunir eða athuganir á því sem um er að ræða. Mjög einfalt dæmi um vísindalega kenningu er:

  • Vatn samanstendur af H2O-sameindum.

Þessi kenning er staðhæfing sem lýsir því ekki bara úr hverju vatn er gert heldur gefur hún líka kost á því að skýra ýmsa eiginleika vatns. Til dæmis skýrir hún af hverju það þarf tvöfalt fleiri vetnisfrumeindir en súrefnisfrumeindir þegar vatn er búið til í efnahvarfi vetnis og súrefnis.

Samkvæmt viðtekinni vísindalegri kenningu samanstanda vatnssameindir af tveimur vetnisfrumeindum (H) og einni súrefnisfrumeind (O).

Rétt eins og með staðhæfingar almennt eru sumar vísindakenningar sannar en aðrar ekki. Nú á dögum er talið nær öruggt að sú kenning sem hér hefur verið nefnd -- að vatn samanstandi úr H2O-sameindum -- sé sönn. En til eru margar vísindakenningar sem við teljum vera ósannar. Til dæmis:

  • Allir svanir eru hvítir.

Þessi kenning er staðhæfing sem ætlað er að lýsa lit allra svana. En við vitum að hún er ekki sönn, því til eru svartir svanir á sunnanverðri Ástralíu. Það verður hins vegar ekki af staðhæfingunni tekið að hún er vísindakenning. Vandinn við kenninguna er að henni mistekst að lýsa þessu fyrirbæri svo rétt sé.

Þessi ágæti svanur sýnir okkur að kenningin að allir svanir séu hvítir er ekki sönn.

Þessi greinarmunur á sönnum og ósönnum kenningum liggur til grundvallar öllu tali um „vísindalegar staðreyndir“. Í stuttu máli má segja að vísindalegar staðreyndir sé það sem lýst er í sönnum vísindakenningum. Viðurkenndar vísindalegar staðreyndir eru þá það sem lýst er í vísindakenningum sem almennt séð eru taldar sannar. Þannig er það viðurkennd vísindaleg staðreynd að vatn samanstandi af H2O-sameindum vegna þess að vísindamenn telja nær öruggt að kenningin sé sönn. Og það er ekki viðurkennd vísindaleg staðreynd að allir svanir séu hvítir vegna þess að vísindamenn telja að samsvarandi kenning sé ósönn.

Það er afar mikilvægt að hafa í huga að tiltekin vísindakenning hættir ekki að vera kenning þegar vísindamenn eru orðnir sannfærðir um að hún sé sönn. Orðið „kenning“ er ekki notað til að gefa til kynna að viðkomandi staðhæfing sé ekki nægilega vel rökstudd til að teljast vera sönn. Helstu afrek vísindanna í gegnum tíðina eru allt vísindalegar kenningar. Dæmi um slíkar kenningar – kenningar sem við teljum nær öruggt að séu sannar – er þróunarkenning Charles Darwin, afstæðiskenning Alberts Einsteins og flekakenning Alfreds Wegeners. Vegna þess að við teljum þessar kenningar vera nær örugglega sannar má einnig segja að Darwin, Einstein og Wegener hafi uppgötvað vísindalegar staðreyndir.


Fyrirspurnin hljóðaði svona í fullri lengd:
Þrjár spurningar: 1) Hvað þarf til að eitthvað teljist vera vísindaleg staðreynd? 2) Hvað þarf rannsókn að uppfylla til að teljast vísindalega gild? 3) Hver er munurinn á vísindalegri kenningu og viðurkenndri vísindalegri staðreynd?

Hér er 1. og 3. spurningu svarað en 2. spurningunni er svarað í svörunum Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess að eitthvað geti talist vísindalega sannað? og Hvað er vísindaleg aðferðafræði?

Myndir:

...