Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norðurskaut á einum segli og suðurskaut á öðrum dragast hins vegar hvort að öðru.Heimildir:
- Magnet - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 28.6.2013).
- Magnetism - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 28.6.2013).
- Magnetic field - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 28.6.2013).
- Compass - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 28.6.2013).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.