Hvaðan kemur nafn Golfstraumsins? Hvers vegna heitir hann Golfstraumur?Golfstraumurinn er hlýr hafstraumur í Norður-Atlantshafi. Hann er upprunninn fyrir norðan miðbaug í vestlægum hafstraumum sem fara um Karíbahaf, inn í Mexíkóflóa og út um Flórídasund. Golfstraumurinn dregur nafn sitt af Mexíkóflóa sem nefnist á ensku 'Gulf of Mexico'. Enska orðið gulf merkir 'flói' eða 'breiður fjörður'. Það er algengt í örnefnum á ensku, til dæmis, Persian Gulf (Persaflói), Gulf of Alaska (Alaskaflói), Gulf of Florida (Flórídasund) og Gulf of Mexico (Mexíkóflói).

Golfstraumurinn dregur nafn sitt af Mexíkóflóa. Enska orðið gulf sem merkir 'flói' er myndað eftir orðinu golf í miðaldafrönsku.
- Online Etymology Dictionary. (Skoðað 20.11.2014).
- Gulf Stream - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 20.11.2014).