Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:29 • sest 16:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:35 • Sest 15:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:21 • Síðdegis: 14:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:31 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er krækiber í helvíti?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og krækiber í tunnu og eins og krækiber í víti. Öll vísa þau til þess að eitthvað smátt er í einhverju stóru eða umfangsmiklu. Lítið munar um eitt krækiber í ámu, sá eða tunnu og sama gegnir um helvíti (víti) sem ætti að vera stórt og rúma mikið.

Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Lítið munar um eitt krækiber í helvíti sem ætti að vera stórt og rúma mikið.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Líkingin „eins og krækiber í helvíti“ birtist stundum í hinum ýmsu textum. Vitið þið við hvað er átt með henni?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.2.2013

Spyrjandi

Katrín Vilborgar. Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er krækiber í helvíti?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2013, sótt 25. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64079.

Guðrún Kvaran. (2013, 6. febrúar). Hvað er krækiber í helvíti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64079

Guðrún Kvaran. „Hvað er krækiber í helvíti?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2013. Vefsíða. 25. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64079>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er krækiber í helvíti?
Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari helmingi 19. aldar. Frá svipuðum tíma eru einnig samböndin eins og krækiber í ámu, eins og krækiber í sá (‛kerald'), eins og krækiber í tunnu og eins og krækiber í víti. Öll vísa þau til þess að eitthvað smátt er í einhverju stóru eða umfangsmiklu. Lítið munar um eitt krækiber í ámu, sá eða tunnu og sama gegnir um helvíti (víti) sem ætti að vera stórt og rúma mikið.

Orðasambandið eins og krækiber í helvíti er notað í merkingunni ‛eitthvað hrekkur skammt, eitthvað er eins og dropi í hafið'. Lítið munar um eitt krækiber í helvíti sem ætti að vera stórt og rúma mikið.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Líkingin „eins og krækiber í helvíti“ birtist stundum í hinum ýmsu textum. Vitið þið við hvað er átt með henni?

...