Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?

EDS

Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng.

Ummál jarðar við miðbaug er um 40.000 km. Mannkynskeðjan næði því 3.300.000/40.000 = 83 sinnum kringum jörðina við miðbaug.



Plássið sem hverjum einstaklingi er ætlað í þessari keðju er ekki byggt á hávísindalegum athugunum heldur aðeins forsenda sem þarf að gefa sér. Fullorðnir einstaklingar taka vafalaust meira pláss en á móti kemur að börn eru stór hluti jarðarbúa.

Aðrar forsendur gefa að sjálfsögðu aðrar niðurstöður en þó í sama stærðarþrepi (e. order of magnitude, d. størrelsesorden) sem kallað er.

Mynd: Chicago Free Speech Zone

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.11.2006

Spyrjandi

Áslaug Sóllilja, f. 1990

Tilvísun

EDS. „Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6363.

EDS. (2006, 7. nóvember). Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6363

EDS. „Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6363>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef allir jarðarbúar tækju sig saman og mynduðu hring um jörðina, hve marga hringi kæmumst við?
Þegar þetta er skrifað, í október 2006, er talið að mannkynið allt sé um 6,6 milljarðar. Ef við gefum okkur að allt þetta fólk stæði nokkuð þétt saman, héldist í hendur og myndaði keðju þar sem hver einstaklingur tæki að meðaltali um 50 cm eða 0,5 m yrði sú keðja 3.300.000.000 m eða 3.300.000 km löng.

Ummál jarðar við miðbaug er um 40.000 km. Mannkynskeðjan næði því 3.300.000/40.000 = 83 sinnum kringum jörðina við miðbaug.



Plássið sem hverjum einstaklingi er ætlað í þessari keðju er ekki byggt á hávísindalegum athugunum heldur aðeins forsenda sem þarf að gefa sér. Fullorðnir einstaklingar taka vafalaust meira pláss en á móti kemur að börn eru stór hluti jarðarbúa.

Aðrar forsendur gefa að sjálfsögðu aðrar niðurstöður en þó í sama stærðarþrepi (e. order of magnitude, d. størrelsesorden) sem kallað er.

Mynd: Chicago Free Speech Zone...