Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir "maður er manns gaman"?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Máltækið maður er manns gaman á rætur að rekja til 47. erindis Hávamála sem varðveitt eru í Konungsbók Eddukvæða. Máltækið skýrir sig að mestu sjálft ef allt erindið er lesið:
Ungur var eg forðum,

fór eg einn saman,

þá varð eg villur vega,

auðigur þóttumst

er eg annan fann,

maður er manns gaman.

Nafnorðið gaman merkir ‘ánægja, yndi, skemmtun’. Í erindinu er verið að segja að auðvelt sé að villast af leið ef maður er einn og hefur sér engan til styrktar og halds. Öðru vísi horfir við ef maður finnur sér förunaut þar sem ánægja og gleði fylgir því að vera með öðrum.

Ýmis önnur orðatiltæki sem notuð eru í dag koma fyrir í Hávamálum. Sem dæmi má nefna máltækin sem fjallað er um í eftirfarandi svörum:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.10.2006

Spyrjandi

Hildur Harðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir "maður er manns gaman"?“ Vísindavefurinn, 13. október 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6310.

Guðrún Kvaran. (2006, 13. október). Hvað þýðir "maður er manns gaman"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6310

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir "maður er manns gaman"?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir "maður er manns gaman"?
Máltækið maður er manns gaman á rætur að rekja til 47. erindis Hávamála sem varðveitt eru í Konungsbók Eddukvæða. Máltækið skýrir sig að mestu sjálft ef allt erindið er lesið:

Ungur var eg forðum,

fór eg einn saman,

þá varð eg villur vega,

auðigur þóttumst

er eg annan fann,

maður er manns gaman.

Nafnorðið gaman merkir ‘ánægja, yndi, skemmtun’. Í erindinu er verið að segja að auðvelt sé að villast af leið ef maður er einn og hefur sér engan til styrktar og halds. Öðru vísi horfir við ef maður finnur sér förunaut þar sem ánægja og gleði fylgir því að vera með öðrum.

Ýmis önnur orðatiltæki sem notuð eru í dag koma fyrir í Hávamálum. Sem dæmi má nefna máltækin sem fjallað er um í eftirfarandi svörum:...