Í dýrum með heitt blóð er mest af eitlavef staðsett í hægri hluta ristilsins en í nokkrum hryggdýrum (mannöpum) er mest af eitilvef í sjálfum botnlanganum. Starfsemi botnlangans er þannig tengd þessum eitlavef. Í fuglum er botnlanginn tilkomumeira líffæri og stjórnar þroska ónæmiskerfisins eins og miltans og eitlavefs um líkamann. Ef þetta líffæri er tekið úr fuglinum leiðir það til vanþroska og framleiðsluskerðingar á mótefnum. Í kanínum er sama sagan. Í ýmsum dýrum telst botnlanginn þannig vera mikilvægur fyrir þroska ónæmiskerfisins.Áhugasömum er bent á að kynna sér svar Jónasar í heild sinni.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.