Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?

JGÞ

Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu eftirfarandi: Þrátt fyrir heitið eru hvorki kókoshnetur né furuhnetur eiginlegar hnetur. Þeir sem hafa hnetuofnæmi geta yfirleitt borðað báðar þessar tegundir. Einu undantekningarnar eru ef sömu einstaklingar hafa einnig sjaldgæft ofnæmi fyrir kókoshnetum eða furuhnetum.

Kókoshnetur.

Í grasafræði er hugtakið hneta skilgreint mun þrengra en í daglegu tali. Grasafræðingar skilgreina hnetu sem lokað aldin með þurru frælegi sem hefur venjulega eitt fræ. Samkvæmt þessari skilgreiningu tilheyra jarðhnetur til dæmis ekki hnetum þó almennt sé talað um þær sem slíkar.

Hnetum, í almennum skilningi orðsins, er stundum skipt í tvo flokka:
  • Trjáhnetur (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Trjáhneturnar eru aldin ýmissa trjá- og runnategunda. Aldinin eru umlukin harðri skurn.
  • Jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur). Jarðhnetur eru í raun baunir eða fræ af baunagrasi (Arachis hypogaea) sem upprunnið er í Mið-Ameríku. Astekar ræktuðu baunagrasið löngu áður en Evrópumenn komu til Ameríku.
Það eru prótín í hnetum sem valda ofnæmi. Yfirleitt hafa menn ofnæmi fyrir einni hnetutegund en þó þekkist að einstaklingar hafi ofnæmi fyrir fleiri en einni tegund. Þess má geta að jarðhnetur eru einn öflugasti ofnæmisvaldur meðal fæðutegunda sem við þekkjum.

Kókoshnetur eru ekki skyldar jarðhnetum eða trjáhnetum, þær eru fræ úr aldini kókospálmans (Cocos nucifera). Þeir sem hafa hnetuofnæmi eiga þess vegna að geta borðað kókoshnetur. Engu að síður er til sérstakt ofnæmi fyrir kókoshnetum en það er sjaldgæft.

Það sama á við um furuhnetur, þær eru ekki skyldar jarðhnetum eða trjáhnetum og því er óhætt að neyta þeirra þó menn hafi hnetuofnæmi. Furuhnetur eru fræ úr könglum furutrés sem vex við Miðjarðarhaf (Pinus pinea). Nokkur tilfelli um furuhnetuofnæmi eru þekkt hér á landi. Hugsanlega er það vegna þess hversu nýlega þær urðu algengar í fæðu landsmanna.

Frekari fróðleik um hnetuofnæmi er að finna í svari Sigurveigar Þ. Sigurðardóttir við spurningunni Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því? en þetta svar byggir á því.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

14.12.2011

Spyrjandi

Rut Elíasdóttir, Viktor Dietersson

Tilvísun

JGÞ. „Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61437.

JGÞ. (2011, 14. desember). Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61437

JGÞ. „Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61437>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega þeir sem eru með hnetuofnæmi borða kókoshnetur og furuhnetur?
Í stuttu máli er svarið við þessari spurningu eftirfarandi: Þrátt fyrir heitið eru hvorki kókoshnetur né furuhnetur eiginlegar hnetur. Þeir sem hafa hnetuofnæmi geta yfirleitt borðað báðar þessar tegundir. Einu undantekningarnar eru ef sömu einstaklingar hafa einnig sjaldgæft ofnæmi fyrir kókoshnetum eða furuhnetum.

Kókoshnetur.

Í grasafræði er hugtakið hneta skilgreint mun þrengra en í daglegu tali. Grasafræðingar skilgreina hnetu sem lokað aldin með þurru frælegi sem hefur venjulega eitt fræ. Samkvæmt þessari skilgreiningu tilheyra jarðhnetur til dæmis ekki hnetum þó almennt sé talað um þær sem slíkar.

Hnetum, í almennum skilningi orðsins, er stundum skipt í tvo flokka:
  • Trjáhnetur (svo sem heslihnetur, valhnetur, pekanhnetur, möndlur). Trjáhneturnar eru aldin ýmissa trjá- og runnategunda. Aldinin eru umlukin harðri skurn.
  • Jarðhnetur (e. peanuts, svo sem salthnetur). Jarðhnetur eru í raun baunir eða fræ af baunagrasi (Arachis hypogaea) sem upprunnið er í Mið-Ameríku. Astekar ræktuðu baunagrasið löngu áður en Evrópumenn komu til Ameríku.
Það eru prótín í hnetum sem valda ofnæmi. Yfirleitt hafa menn ofnæmi fyrir einni hnetutegund en þó þekkist að einstaklingar hafi ofnæmi fyrir fleiri en einni tegund. Þess má geta að jarðhnetur eru einn öflugasti ofnæmisvaldur meðal fæðutegunda sem við þekkjum.

Kókoshnetur eru ekki skyldar jarðhnetum eða trjáhnetum, þær eru fræ úr aldini kókospálmans (Cocos nucifera). Þeir sem hafa hnetuofnæmi eiga þess vegna að geta borðað kókoshnetur. Engu að síður er til sérstakt ofnæmi fyrir kókoshnetum en það er sjaldgæft.

Það sama á við um furuhnetur, þær eru ekki skyldar jarðhnetum eða trjáhnetum og því er óhætt að neyta þeirra þó menn hafi hnetuofnæmi. Furuhnetur eru fræ úr könglum furutrés sem vex við Miðjarðarhaf (Pinus pinea). Nokkur tilfelli um furuhnetuofnæmi eru þekkt hér á landi. Hugsanlega er það vegna þess hversu nýlega þær urðu algengar í fæðu landsmanna.

Frekari fróðleik um hnetuofnæmi er að finna í svari Sigurveigar Þ. Sigurðardóttir við spurningunni Hvað er hnetuofnæmi og er til einhver lækning við því? en þetta svar byggir á því.

Heimild og mynd:...