Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?

Trausti Jónsson

Það er nú allur gangur á því. Úrkoma fylgir gjarnan loftþrýstibreytingum og þegar þær eru miklar er vindur oftast hvass. Hvassviðri með rigningu er eitt einkenna íslensks veðurlags.

Engu að síður verður ákveðin eðlisbreyting á hvössum vindi þegar úrkoma hefst - alla vega sumstaðar. Vindstrengir af völdum landslags eru meiri þegar loft er stöðugt heldur en þegar það er óstöðugt. Hugtakið „stöðugur“ er notað þegar loft er tregt til lóðréttrar hreyfingar. Þá vill vindur frekar beygja fram hjá fjöllum heldur en að fara yfir þau og ef það neyðist til að fara yfir verða til ægilegir strengir í fjallaskörðum og á fjallshryggjum.

Þegar loft er óstöðugt sér það landslagið mun síður og fer hiklítið þvert yfir fjöll - í stað þess að beygja fram hjá. Úrkoma dregur (að jafnaði) úr stöðugleika. Þar með dregur úr vindstrengjum. Þar sem þannig hagar til á landinu að vindur verður hvassastur þegar hann leggst í strengi getur því dregið úr átökum þegar hellirignir og lóðréttur stöðugleiki minnkar.



Rigning og rok - eitt einkenna íslensks veðurlags.

Þetta er þó varla hálfur sannleikur. Vindhraði er í reynd afleiðing margra samverkandi orsakaþátta. Sé loft óstöðugt og vindur jafnframt hvass getur óstöðugleikinn aukið vindhraða vegna þess að skriðþungi efri vinds dreifist betur niður á við heldur en þegar loft er stöðugt.

Minnkar vindur þá eða vex hann þegar byrjar að rigna? Því verður ekki svarað á einhlítan hátt hér og nú - en lesendur ættu að gefa þessu gaum, hver á sínum stað á landinu.

Mynd:
  • Eyjan. Sótt 13. 10. 2011.


Þetta svar er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

14.10.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?“ Vísindavefurinn, 14. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60909.

Trausti Jónsson. (2011, 14. október). Minnkar vindur þegar byrjar að rigna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60909

Trausti Jónsson. „Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60909>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?
Það er nú allur gangur á því. Úrkoma fylgir gjarnan loftþrýstibreytingum og þegar þær eru miklar er vindur oftast hvass. Hvassviðri með rigningu er eitt einkenna íslensks veðurlags.

Engu að síður verður ákveðin eðlisbreyting á hvössum vindi þegar úrkoma hefst - alla vega sumstaðar. Vindstrengir af völdum landslags eru meiri þegar loft er stöðugt heldur en þegar það er óstöðugt. Hugtakið „stöðugur“ er notað þegar loft er tregt til lóðréttrar hreyfingar. Þá vill vindur frekar beygja fram hjá fjöllum heldur en að fara yfir þau og ef það neyðist til að fara yfir verða til ægilegir strengir í fjallaskörðum og á fjallshryggjum.

Þegar loft er óstöðugt sér það landslagið mun síður og fer hiklítið þvert yfir fjöll - í stað þess að beygja fram hjá. Úrkoma dregur (að jafnaði) úr stöðugleika. Þar með dregur úr vindstrengjum. Þar sem þannig hagar til á landinu að vindur verður hvassastur þegar hann leggst í strengi getur því dregið úr átökum þegar hellirignir og lóðréttur stöðugleiki minnkar.



Rigning og rok - eitt einkenna íslensks veðurlags.

Þetta er þó varla hálfur sannleikur. Vindhraði er í reynd afleiðing margra samverkandi orsakaþátta. Sé loft óstöðugt og vindur jafnframt hvass getur óstöðugleikinn aukið vindhraða vegna þess að skriðþungi efri vinds dreifist betur niður á við heldur en þegar loft er stöðugt.

Minnkar vindur þá eða vex hann þegar byrjar að rigna? Því verður ekki svarað á einhlítan hátt hér og nú - en lesendur ættu að gefa þessu gaum, hver á sínum stað á landinu.

Mynd:
  • Eyjan. Sótt 13. 10. 2011.


Þetta svar er fengið af Hungurdiski, bloggi Trausta Jónssonar og birt með góðfúslegu leyfi....