Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir þríburar á Íslandi?

SHE

Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili.

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast ýmsar tölfræðiupplýsingar, þar á meðal tölur yfir öll börn sem fæðst hafa á landinu á árunum 1951-2010. Þar er líka tekið fram hversu margar fæðinganna voru tvíbura- og þríburafæðingar. Skýrslur frá Fæðingaskráningunni hafa einnig verið gefnar út árlega undanfarna tæpa tvo áratugi en þar er meðal annars að finna upplýsingar um fjölda fæðinga og hversu margar þeirra voru fjölburafæðingar.


Um 0,08% Íslendinga sem fæddust á árunum 1951-2010 eru þríburar.

Á árunum 1951-2010 voru 74 þríburafæðingar á Íslandi. Í þeim fæddust 215 börn lifandi en 7 börn voru fædd andvana. Á sama tíma fæddust alls 264.862 börn á landinu. Hlutfall þríbura af lifandi fæddum börnum á þessu tímabili var því 0,08% en hlutfall á hverju ári fyrir sig var 0-0,4%. Hlutfall þríburafæðinga af öllum fæðingum á þessu tímabili var hins vegar um 0,03%.


Þetta graf sýnir fjölda þríbura sem fæddust á Íslandi á árunum 1951-2010. Sjá má að mörg áranna fæddust engir þríburar. Smellið á grafið til að sjá stærri útgáfu af því.

Þríburafæðingar á Íslandi náðu hámarki árið 1994 en þá áttu sex slíkar fæðingar sér stað og 18 þríburar fæddust. Mörg þessara ára fæddust engir þríburar á landinu, svo sem árið 2010. Á tíunda áratug síðustu aldar jókst tíðni þríburafæðinga en líklega má rekja það til aukinnar tíðni tæknifrjóvgana og notkunar frjósemislyfja. Fjölburameðgöngum og -fæðingum fylgir margföld áhætta miðað við þegar kona gengur með einbura, einkum vegna mun hærri tíðni fyrirburafæðinga. Því hafa á allra síðustu árum verið þróaðar nýjar aðferðir við tæknifrjóvganir til að minnka líkur á fjölburum.

Heimildir og graf:

Mynd af þríburum:


Vísindavefurinn fékk ábendingu um það frá lesanda að Hagstofan og Fæðingarskráningin noti ekki alveg sömu viðmið varðandi andvana fæðingar. Í töflum Hagstofu Íslands eru andvana fædd börn þau börn sem koma í heiminn án lífsmarks eftir a.m.k. 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Fæðingarstofnanir á Íslandi hafa allt frá árinu 1992 sett mörkin við 22 vikna meðgöngu og 500 g þyngd. Þetta kann að leiða til þess að í einhverjum tilfellum er barn talið andvana fætt í skýrslu Fæðingarskráningar en talið fósturlát hjá Hagstofunni.

Höfundur

Útgáfudagur

12.9.2011

Spyrjandi

Hinrik Svanssson, f. 1994

Tilvísun

SHE. „Hvað eru margir þríburar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. september 2011, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60345.

SHE. (2011, 12. september). Hvað eru margir þríburar á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60345

SHE. „Hvað eru margir þríburar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2011. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60345>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir þríburar á Íslandi?
Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili.

Á vef Hagstofu Íslands má nálgast ýmsar tölfræðiupplýsingar, þar á meðal tölur yfir öll börn sem fæðst hafa á landinu á árunum 1951-2010. Þar er líka tekið fram hversu margar fæðinganna voru tvíbura- og þríburafæðingar. Skýrslur frá Fæðingaskráningunni hafa einnig verið gefnar út árlega undanfarna tæpa tvo áratugi en þar er meðal annars að finna upplýsingar um fjölda fæðinga og hversu margar þeirra voru fjölburafæðingar.


Um 0,08% Íslendinga sem fæddust á árunum 1951-2010 eru þríburar.

Á árunum 1951-2010 voru 74 þríburafæðingar á Íslandi. Í þeim fæddust 215 börn lifandi en 7 börn voru fædd andvana. Á sama tíma fæddust alls 264.862 börn á landinu. Hlutfall þríbura af lifandi fæddum börnum á þessu tímabili var því 0,08% en hlutfall á hverju ári fyrir sig var 0-0,4%. Hlutfall þríburafæðinga af öllum fæðingum á þessu tímabili var hins vegar um 0,03%.


Þetta graf sýnir fjölda þríbura sem fæddust á Íslandi á árunum 1951-2010. Sjá má að mörg áranna fæddust engir þríburar. Smellið á grafið til að sjá stærri útgáfu af því.

Þríburafæðingar á Íslandi náðu hámarki árið 1994 en þá áttu sex slíkar fæðingar sér stað og 18 þríburar fæddust. Mörg þessara ára fæddust engir þríburar á landinu, svo sem árið 2010. Á tíunda áratug síðustu aldar jókst tíðni þríburafæðinga en líklega má rekja það til aukinnar tíðni tæknifrjóvgana og notkunar frjósemislyfja. Fjölburameðgöngum og -fæðingum fylgir margföld áhætta miðað við þegar kona gengur með einbura, einkum vegna mun hærri tíðni fyrirburafæðinga. Því hafa á allra síðustu árum verið þróaðar nýjar aðferðir við tæknifrjóvganir til að minnka líkur á fjölburum.

Heimildir og graf:

Mynd af þríburum:


Vísindavefurinn fékk ábendingu um það frá lesanda að Hagstofan og Fæðingarskráningin noti ekki alveg sömu viðmið varðandi andvana fæðingar. Í töflum Hagstofu Íslands eru andvana fædd börn þau börn sem koma í heiminn án lífsmarks eftir a.m.k. 28 vikna meðgöngu. Styttri meðganga telst vera fósturlát. Fæðingarstofnanir á Íslandi hafa allt frá árinu 1992 sett mörkin við 22 vikna meðgöngu og 500 g þyngd. Þetta kann að leiða til þess að í einhverjum tilfellum er barn talið andvana fætt í skýrslu Fæðingarskráningar en talið fósturlát hjá Hagstofunni....