Aukinn hárvöxtur er meðal fyrstu og jafnframt mest áberandi einkenna kynþroskaskeiðsins. Hárvöxtur stafar af áhrifum karlkynhormónsins testósteróns. Þótt stelpur myndi lítið af því miðað við stráka dugar það til þess að gera þær svolítið loðnari en áður. Fyrstu merki um aukinn hárvöxt er að hár á hand- og fótleggjum verður meira áberandi, þá sérstaklega hjá strákum. Síðan fer að vaxa hár við kynfæri og í handarkrikum og á það jafnt við um bæði kyn. Kynfærahár er ólíkt öðru hári. Í stað þess að vera sívalningslaga er hvert hár sporöskjulaga. Það er stutt, gróft og liðað. Vaxtartími hvers kynfærahárs er stuttur eða um hálft ár. Þá deyr hársekkurinn og hárið dettur af.Hárvöxtur getur verið mjög einstaklingsbundinn. Frekara lesefni, mynd og heimildir á Vísindavefnum:
- Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvað gerist við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvernig breytist líkami stráka við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.