Við mennirnir beitum þó sjaldan tánöglunum í þessum tilgangi en fyrr á þróunarbrautinni er líklegt að við höfum nýtt okkur táneglurnar meira. Neglurnar á fingrum og tám vernda líka fremstu hluta fingra og táa, en þeir eru afar næmir. Neglur eru gerðar úr dauðum frumum, alveg eins og hárið okkar. Hægt er að lesa meira um neglur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? Mynd:
- Pharmas.co.uk. Sótt 11.4.2011
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.