Glitnir er inn tíundi, hann er gulli studdr ok silfri þakðr it sama; en þar Forseti byggir flestan dag ok svæfir allar sakir.Glitni er einnig lýst í Snorra-Eddu: "Þar er ok sá [staður] er Glitnir heitir, ok eru veggir hans ok steðr allar og stólpar af rauðu gulli." Forseti var sonur Baldurs, sonar Óðins, og Nönnu Nepsdóttur. Í Snorra-Eddu segir um hann: "En allir, er til hans koma með sakarvandræði, þá fara allir sáttir á braut." Hægt er að sjá fyrir sér hve lýsti af bústað sem var þakinn gulli og silfri. Nafnorðið er leitt af sögninni glita 'ljóma, blika' og glitnir er því 'sá sem ljómar, blikar'.
Útgáfudagur
5.5.2006
Spyrjandi
Alda Hauksdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5863.
Guðrún Kvaran. (2006, 5. maí). Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5863
Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5863>.