Er það rétt að Jesús fæddist í mars en ekki desember?Við vitum í raun ekki alveg hvenær Jesú fæddist. Flestar rannsóknir benda til þess að hann hafi fæðst á tímabilinu 4 f. Kr. til 6. e. Kr. Sumir eru raunar ekki vissir um að hann hafi verið til. Sagnfræðingar telja það þó mjög líklegt miðað við þær heimildir sem þeir hafa. Ástæðan fyrir því að desembermánuður er tengdur fæðingu Krists er sú að þegar kristni varð ríkistrú hjá Rómverjum yfirtók kirkjan forna helgidaga sem voru í desember. Svonefnd Saturnalia-hátíð var haldin 17.-23. desember að okkar tímatali og þess vegna var hentugt að halda þeirri hefð þótt menn hefðu tekið upp aðra trú. Hægt er að lesa nánar um Jesú og sagnfræðilegar heimildir í svari Sverris Jakobssonar við spurningunni Er hægt að sanna það sagnfræðilega að Jesús Kristur hafi verið til?
Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?
Útgáfudagur
30.3.2006
Spyrjandi
Daníel Freyr, f. 1992
Jón Estherarson, f. 1992
Tilvísun
JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5747.
JGÞ. (2006, 30. mars). Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5747
JGÞ. „Hvernig er hægt að vita hvenær Jesú fæddist?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5747>.