Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg?Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni. Svo virðist sem hugtakið sé aðallega notað um efni sem keypt eru inn frá efnaframleiðendum til að nota þau áfram í iðnaði, þar með talið snyrtivöruiðnaði, hreinsiefnaiðnaði, málningariðnaði, lyfjaiðnaði og matvælaiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Þýska fleirtöluorðið "Chemikalien" er til að mynda heiti yfir efni sem framleidd eru á tilraunastofum eða í verksmiðjum eftir skilgreindum ferlum. Í íslensku máli hefur ekki verið gerður greinarmunur á því hvernig efni eru framleidd eða hvaðan þau koma. Efni eru þó flokkuð niður í lífræn (e. organic) og ólífræn (e. inorganic) efni, en uppistaðan í lífrænum efnum er kolefni (C). Fyrstu lífrænu efnin sem lýst var í fræðigreinum voru fengin úr lífríkinu, en efnafræðingar áttuðu sig fljótlega á því að mun erfiðara var að einangra efni úr plöntum og dýrum en úr steindum. En nú til dags búa menn til lífrænar sameindir eftir pöntunum á tilraunastofum með markvissum efnasmíðum og eru slík efni ekki neitt frábrugðin samsvarandi efnum sem finnast í náttúrunni.
Hvað eru kemísk efni?
Útgáfudagur
22.3.2006
Spyrjandi
Pétur Jónsson
Jón Þór Árnason
Tilvísun
Sigríður Jónsdóttir. „Hvað eru kemísk efni?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5725.
Sigríður Jónsdóttir. (2006, 22. mars). Hvað eru kemísk efni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5725
Sigríður Jónsdóttir. „Hvað eru kemísk efni?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5725>.