Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri?

Sigurður Steinþórsson

Draugasteinn og glerhallur eru íslensk nöfn á kalsedón (chalcedony), sem er fínkristallað eða myndlaust form af kísli (SiO2). Glerhallar með mislitum láréttum röndum nefnist ónyx en með sammiðja hringlögum agat. Glerhallar eru mjög algengir sem holufyllingar hér á landi, en einna þekktastur fundarstaða er Glerhallavík á Reykjaströnd við Skagafjörð.



Kalsedón gengur einnig undir heitunum draugasteinn og glerhallur. Draugasteinar ljóma í myrkri sé þeim slegið eða nuddað saman.

Sé tveimur draugasteinum nuddað eða slegið saman í myrkri ljóma þeir – það nefnist triboluminescence, sem þýða mætti sem „nuddljómun.“ Fyrirbærið er talið stafa af því að við núninginn losna rafhlaðnar agnir og sameinast aftur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Þegar ég var 5-6 ára átti ég "draugastein" sem glóði í myrkri ef maður sló honum við annan stein. Getur þú sagt mér hvaða steinategund þetta er?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.3.2010

Spyrjandi

Guðmundur Konráð Arnmundsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55432.

Sigurður Steinþórsson. (2010, 19. mars). Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55432

Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru draugasteinar og ljóma þeir virkilega í myrkri?
Draugasteinn og glerhallur eru íslensk nöfn á kalsedón (chalcedony), sem er fínkristallað eða myndlaust form af kísli (SiO2). Glerhallar með mislitum láréttum röndum nefnist ónyx en með sammiðja hringlögum agat. Glerhallar eru mjög algengir sem holufyllingar hér á landi, en einna þekktastur fundarstaða er Glerhallavík á Reykjaströnd við Skagafjörð.



Kalsedón gengur einnig undir heitunum draugasteinn og glerhallur. Draugasteinar ljóma í myrkri sé þeim slegið eða nuddað saman.

Sé tveimur draugasteinum nuddað eða slegið saman í myrkri ljóma þeir – það nefnist triboluminescence, sem þýða mætti sem „nuddljómun.“ Fyrirbærið er talið stafa af því að við núninginn losna rafhlaðnar agnir og sameinast aftur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Þegar ég var 5-6 ára átti ég "draugastein" sem glóði í myrkri ef maður sló honum við annan stein. Getur þú sagt mér hvaða steinategund þetta er?
...