Lengi hefur þekkst að sjóða saman saltkjöt og baunir en elsta dæmi á vefnum Tímarit.is þar sem túkallinn fylgir er frá 1979. Eitthvað mun þetta þó vera eldra, hugsanlega frá því um miðja 20. öld. Hvergi hafa enn sem komið er fundist heimildir um að hægt hafi verið að kaupa saltkjöt og baunir fyrir tvær krónur. Þó má vel hugsa sér að einhver matstaður hafi boðið upp á réttinn fyrir miðja öldina þegar tvær krónur voru einhvers virði og auglýst svo. Mynd:
- Örvitinn. Saltkjöt og baunir. (Sótt 5.3.2019).
Athugasemd ritstjórnar: Una Margrét Jónsdóttir benti okkur á að lagstúfurinn „saltkjöt og baunir, túkall“ hafi fyrst komið fram á hljómplötu með Baldri og Konna árið 1954. Sjá nánar hér: Uppruni lagstúfsins fundinn - Vísir. (Sótt 16.05.2019).