Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltækjanna er að eplið falli ekki langt frá stofni eplatrésins en þau eru einnig notuð í yfirfærðri merkingu.

Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um máltækið frá miðri 18. öld. Það getur þó vel verið eldra. Erlendu máltækin hafa án efa verið kveikjan að íslensku gerðinni. Mjög algengt er að í íslenskum máltækjum séu stuðlar og hefur það líklega orðið til þess að í stað stofnsins (Stamm, stammen) er valin eik (epli – eik).

Epli á eplatré.

Í fornu máli eru mörg dæmi um orðið eik og virðist það hafa verið notað um stór tré almennt, ekki bara eikartréð, enda vex ekki eik alls staðar þar sem hennar er getið, t.d. í Vatnsdæla sögu (43. kafla). Samkvæmt fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:301) er eik í fornu máli einkum notað um tré sem bera ávöxt. Apaldur aftur á móti er annars vegar notað um eplatré en hins vegar almennt um stór tré sem bera ávöxt. Engar vísbendingar eru um að máltækið sé þekkt í fornu máli en merking orðsins eik um stórt tré hefur væntanlega lifað lengur.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.3.2010

Spyrjandi

Ólafur Björn Ásgeirsson, Sólveig Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55109.

Guðrún Kvaran. (2010, 11. mars). Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55109

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55109>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?
Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltækjanna er að eplið falli ekki langt frá stofni eplatrésins en þau eru einnig notuð í yfirfærðri merkingu.

Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um máltækið frá miðri 18. öld. Það getur þó vel verið eldra. Erlendu máltækin hafa án efa verið kveikjan að íslensku gerðinni. Mjög algengt er að í íslenskum máltækjum séu stuðlar og hefur það líklega orðið til þess að í stað stofnsins (Stamm, stammen) er valin eik (epli – eik).

Epli á eplatré.

Í fornu máli eru mörg dæmi um orðið eik og virðist það hafa verið notað um stór tré almennt, ekki bara eikartréð, enda vex ekki eik alls staðar þar sem hennar er getið, t.d. í Vatnsdæla sögu (43. kafla). Samkvæmt fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:301) er eik í fornu máli einkum notað um tré sem bera ávöxt. Apaldur aftur á móti er annars vegar notað um eplatré en hins vegar almennt um stór tré sem bera ávöxt. Engar vísbendingar eru um að máltækið sé þekkt í fornu máli en merking orðsins eik um stórt tré hefur væntanlega lifað lengur.

Mynd: